Ungt fólk fær aðgang að viðræðum um líffræðilega fjölbreytni

28.08.19 | Fréttir
Unga demonstrerar
Photographer
Iris Dager / Norden.org
Nú er öllu ungu fólki á Norðurlöndum boðið að taka þátt og hafa áhrif á nýjan samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Í dag verður kynntur ókeypis stafrænn verkfærakassi sem er ætlaður þeim sem vilja auka þekkingu sína og hafa áhrif á viðræðurnar.

„Margt ungt fólk skynjar viðræðurnar sem bæði fjarlægar og flóknar. Við viljum gera ferlið aðgengilegt og að hægt verði að hafa áhrif á það,“ segir Gustaf Zachrisson starfsnemi hjá sænsku náttúruverndarsamtökunum, Naturskyddsföreningen.
 

Verkfærakassinn sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin kynnir nú var unninn í sumar af umhverfissérfræðingum í samstarfi við alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund og ráðgjafahóp ungs fólks frá öllum Norðurlöndunum.

Nýjustu rannsóknir í stuttu máli

Í honum er að finna upplýsingahluta sem er samantekt á nýjustu rannsóknum, meðal annars úr skýrslu IPBES um líffræðilega fjölbreytni sem hlaut mikla athygli í vor. 
 

Í verkfærakassanum er einnig að finna ýmsar spurningar til umræðu sem máli skipta í nýja samningnum. Þar er einnig handbók sem nýtist til að skipuleggja málþing og leið til að senda tilmæli inn í viðræðurnar.

Skýr tenging milli loftslags og fjölbreytni 

Í skýrslu IPBS er varað við því að ein milljón plöntu- og dýrategunda í heiminum séu í útrýmingarhættu. Í skýrslunni var einnig sýnt fram á að loftslagsbreytingar séu ein af ógnunum við líffræðilega fjölbreytni. 

„Þar til fyrir skemmstu hefur tengingin milli loftslagsbreytinga og líffræðilegrar fjölbreytni verið ósýnileg. Stór hluti ungs fólks hefur áhyggjur af loftslagsmálum en staðreyndin er sú að líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á allt okkar líf og þarfnast athygli,“ segir Karolina Lång, einn fulltrúi Finnlands í Norðurlandaráði æskunnar.

Í október 2020 munu þau 196 ríki sem undirritað hafa samning Sameinuðu þjóðanna um liffræðilega fjölbreytni koma saman í Kumming í Kína til þess að sameinast um ný markmið í þágu aukinnar fjölbreytni tegunda. 

Leiðtogafundur ungmenna 2020

Fram að því verða haldnir fundir norrænna ungmenna og leiðtogafundur ungmenna er á dagskrá í upphafi árs 2020. Afrakstur leiðtogafundarins á að vera sameiginlegt framlag ungs fólks á Norðurlöndum til samningsins.  

„Norrænu ríkin hafa verið fyrst til þess að bjóða fulltrúum ungs fólks þátttöku í loftslagsviðræðunum. Og nú vinnum við að því að virkja ungt fólk í samningnum um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Karolina Lång.

Pólitískur vilji til að hlusta

Norræna ráðherranefndin um umhverfismál og sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs standa saman að þessu verkefni. 

„Unga fólkið erfir jörðina. Þess vegna liggur í augum uppi að ungt fólk á að hafa áhrif á það hvernig við förum með jörðina og hvernig við gætum hennar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál.   

Tengiliðir við fjölmiðla birtingardaginn, 28/8:

Gustaf Zachrisson, starfsnemi hjá Naturskyddsföreningen í Svíþjóð 

Netfang: zachgustaf@gmail.com

Sími: +46 705 280988 

Karolina Lång, fulltrúi í Norðurlandaráði æskunnar

Netfang: karolina.lang@pohjola-norden.fi

Sími: +358401304772

Mette Gervin Damsgaard, aðalráðgjafi hjá Norðurlandaráði  
 

Netfang: metdam@norden.org

Sími: +45 60 39 42 72