Nefnd: Möguleikar kannaðir á samnorrænu doktorsnámi

18.09.18 | Fréttir
Nordiska rådets utskott för kunskap och kultur
Photographer
Pipaluk Lind
Samnorrænt doktorsnám getur bætt skilyrði til samstarfs milli vísindamanna á Norðurlöndum og orðið til þess að styrkja norrænt samstarf vísindamanna, einnig á smærri stofnunum. Þetta var boðskapur norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar á septemberfundi Norðurlandaráðs á Grænland.

Ef rannsóknir sem þegar eru gerðar á Norðurlöndum væru betur samhæfðar, til dæmis með doktorsnámi, þá gætu styrkleikar svo sem aðlögun, traust og hreyfanleiki nýst betur. Þetta er skoðun þekkingar- og menningarnefndarinnar og er í samræmi við greinargerð um rannsóknarstefnu sem Norræna ráðherranefndarin kynnti á þinginu í Helsinki 2017. 

Hugmyndin sótt í norræna meistaranámið

Alþjóðleg úrlausnarefni, loftslagsbreytingar og stafræn væðing eykur einnig þörfina fyrir samstarf á sviði rannsókna og menntunar. Norrænt meistaranám er námsleið á meistarastigi sem notið hefur velgengni. Það hófst árið 2007 og getur að mati nefndarinnar verið fyrirmynd að svipaðri norrænni námsleið á doktorsstigi.

Nefndin leggur til að tilmæli verði send til Norrænu ráðherranefndarinnar um að kannaðir verði möguleikar á því að koma á fót samnorrænu doktorsnámi.

Það er hvetjandi að vera hér á Grænlandi og verða vitni að því hvernig áskoranir á sviði menningar og menntunar vegna fjarlægða eru leystar og hvernig stafræn væðing er nýtt í samfélagsþróuninni.

Johanna Karimäki, formaður norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar

Mikilvæg reynsla frá Grænlandi

Septemberfundurinn markar upphaf pólitíska haustsins á Norðurlöndum og á námsstefnu um menntun á Grænlandi sem haldin var í framhaldsskólanum í Nuuk kynntist nefndin áskorunum vegna hinna miklu landfræðilegu fjarlægða og möguleikum ungs fólks til menntunar.  

Karl Kristian Olsen, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti grænlensku heimastjórnarinnar, sagði frá því hvernig unnið er að því að bæta möguleika ungs fólks til menntunar með yfirgripsmikilli stafrænni væðingu grunnskóla.

„Sveitarfélögin vinna saman að því að þróa stafrænar kennsluaðferðir á Grænlandi og á næstu árum munu allir skólar frá tækjabúnað til þess að nemendur og kennarar hafi aðgang að fjarkennslu og stafrænu kennsluefni.

Mörg sviðin sem rætt var um eru nefndarfólkinu vel þekkt. Johanna Karimäki, formaður nefndarinnar dró saman það sem fram hafði komið:

Það er hvetjandi að vera hér á Grænlandi og verða vitni að því hvernig áskoranir á sviði menningar og menntunar vegna fjarlægða eru leystar og hvernig stafræn væðing er nýtt í samfélagsþróuninni. Þetta eru áskoranir sem einnig eru fyrir hendi annars staðar á Norðurlöndum.

Takmarkaðir möguleikar ungs fólks

Norræna stofnunin á Grænlandi stóð að erindi um menningarframleiðslu á Grænlandi og tækifæri barna og ungmenna til þess að taka þátt í menningarlífinu.

„Á Grænlandi er stór hópur skapandi fólks og mikið af ungu hæfileikafólki sem langar að gera margt en hefur takmarkað svigrúm fyrir sköpunarþörf sína í heimbyggð. Það er mikið verkefni að þróa möguleika barna og ungmenna á að taka þátt í listum og menningu. Auk hinna miklu fjarlægða og stofnananna skiptir starfsemi frjálsra félagasamtaka og menningarskólans miklu máli,“ sagði Mats Bjerde, förstöðumaður Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi.

Contact information