Undirhópar Norræna vinnuhópsins um efni, umhverfi og heilsu

Hér er að finna upplýsingar um undirhópa norræna vinnuhópsins um efni, umhverfi og heilsu.

Norræni váhrifahópurinn

Notkun kemískra efna og váhrif þeirra á fólk (í starfi, sem neytendur, bein og óbein áhrif á almenning í umhverfinu) og á umhverfið. Í því felst að meta upplýsingar um váhrif, þróa og samræma aðferðir, áætlanir, viðmiðunarreglur, leiðbeiningar, þjálfun og kennslu í aðferðum til að meta váhrif, upplýsingatæknilausnir og gagnagrunnar á umræddu sviði. Hópurinn starfar á norrænum vettvangi en einnig evrópskum (einkum ESB/EES með REACH) og alþjóðlegum vettvangi (OECD).

Vinna hópsins stuðlar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar varðandi þekkingu á efnunum, notkun þeirra og váhrifum. 

Norræni flokkunarhópurinn

Fræðsla fyrir neytendur og fyrirtæki um örugga meðhöndlun og notkun efna og efnavöru sem eru skaðleg heilsu fólks og umhverfinu. Þá túlkar hópurinn og innleiðir ESB-löggjöf á þessu sviði (CLP-reglugerðina). Vinna hópsins stuðlar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar þannig að upplýsingar um hættulega eiginleika efna séu aðgengilegar og notaðar til þess að koma í veg fyrir skaða á umhverfi og heilsu.

Norræn samhæfing á þróun prófunaraðferða í eiturefna- og visteiturefnafræðum

Þróun prófunaraðferða á sviði eiturefnafræði og visteiturefnafræði. Í því felst samstarf um að þróa og notkunarprófa viðmiðunarreglur og prófunaraðferðir, til dæmis varðandi hormónatruflandi áhrif og aðferðir til prófunar á nanóefnum. Vinna hópsins stuðlar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar varðandi samþykkt og notkun prófunaraðferðanna á alþjóðlegum vettvangi, svo sem OECD Test Guideline Programme og undir ESB-löggjöfinni um efni (til dæmis Reach, CLP ásamt sæfiefna- og eiturefnareglugerðarinnar).

Norrænn hópur um áhættumat (Nordic Risk Assessment Project)

Áhættu- og hættumat og áhættustjórnun efnavöru. Á það við um hormónatruflandi efni, samverkandi áhrif og samfélagslegan kostnað. Vinna hópsins stuðlar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar um þróun aðferða, leiðbeininga og viðmiðunarreglna um hættumat og hættustýringu í sambandi við innleiðingu efnareglugerðarinnar í ESB og alþjóðlega. 

Norræni plöntuvarnarefnishópurinn

Öryggi við meðhöndlun og notkun vara sem innihalda plöntuvarnarefni og að draga úr losun þeirra. Hópurinn mótar, túlkar og innleiðir starfshætti og verklagsreglur varðandi ESB-löggjöfina á þessu sviði (plöntuvarnarreglugerðina), þar á meðal matsgerðir, áhættumat og viðurkenningu á vörum. Hópurinn tekur þátt í North Zone sem er samstarf Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Eystrasaltsríkjanna um mat á umsóknum um viðurkenningu á plöntuvarnarefnum.
Vinna hópsins miðar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar um að láta minna hættuleg efni leysa hættuleg efni af hólmi.

Norræni sæfiefnahópurinn

Öryggi við meðhöndlun og notkun sæfiefna, sæfiefnavöru og vöru sem hefur verið meðhöndluð með sæfiefnum. Hópurinn mótar, túlkar og innleiðir starfshætti og verklagsreglur varðandi ESB-löggjöf á þessu sviði (sæfiefnareglugerðina), þar á meðal matsgerðir, áhættumat og viðurkenningu á vörum.
Vinna hópsins miðar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar um að láta minna hættuleg efni leysa hættuleg efni af hólmi.

Norræni nanóefnahópurinn

Öryggi við meðhöndlun og notkun nanóefna og að draga úr losun þeirra. Hópurinn vinnur að aðlögun löggjafar (REACH og CLP) og hefur tekið þátt í þróun prófunaraðferða og áhættumats og tekið þátt í alþjóðlegu starfi á þessu sviði. N-Nano birtir niðurstöður sínar á NanoHub (nanohub.org).  Hópurinn er einnig vettvangur fyrir norrænt samstarf og samhæfingu í tengslum við ferla í ESB sem varða nanóefni. Þetta var sérstaklega gagnlegt þegar samþykktar voru breytingar á viðaukum í REACH fyrir skömmu sem taka mið af nanóformum efna.

Norræni óson og vetnisflúorkolefnishópurinn

Verndun ósonlagsins og andrúmsloftsins gegn áhrifum af mannavöldum. Hópurinn samhæfir þátttöku Norðurlanda og Evrópulanda í alþjóðlegum samningarviðræðum um Montreal-bókunina/Kigali viðaukann, þar á meðal HFC-efni (vetnisflúorkolefni). Hann tekur þátt í gerð nýrrar ESB-löggjafar á þessu sviði, samhæfir framfylgnina, leitar leiða til að draga úr losun og sinnir fræðslu um verndun ósonlagsins.
Vinna hópsins miðar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar um að láta minna hættuleg efni leysa hættuleg efni af hólmi.

Norræni vöruskrárhópurinn

Upplýsingar um notkun kemískra efna í efnavöruframleiðslu eru nauðsynlegar vegna váhrifamats, eftirlits og annars starfs stjórnvalda á lands-, svæðis- og staðbundnum vettvangi. Hópurinn vinnur við þróun, viðhald og markaðssetningu á norræna SPIN-gagnagrunninum og norrænum vöruskrám. Hann leggur til þekkingu og reynslu af uppbyggingu gagnagrunna varðandi Evrópulöggjöfina (REACH), samhæfir gagnamengi í skránum, greiðir fyrir samnýtingu gagna og þróar jafnframt notendaupplýsingar og tæki til þess að nýta gögnin sem best.
Vinna hópsins miðar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar þannig að dregið sé úr áhættu vegna notkunar skaðlegra efna og að hún sé takmörkuð.

Norrænt samstarf um skimun lífrænna efna sem eru skaðleg heilsu manna og umhverfi

Þekking á tíðni og útbreiðslu skaðlegra efna í norrænu löndunum og á norðurslóðum. Hópurinn gerir skimunarrannsóknir meðal annars á nýjum efnum sem gætu verið skaðleg heilsu manna og umhverfi. Niðurstöðunum er miðlað til þeirra sem starfa að uppfærslu skrár vatnatilskipunar ESB yfir forgangsefni, áhættumati viðvíkjandi REACH og val á efnum sem heyra undir OSPAR og HELCOM.  Auk þess á hópurinn frumkvæði að þekkingarmiðlun milli norrænu landanna með því að standa fyrir námsstefnum með áherslu á ný málefni á sviði tíðni og útbreiðslu skaðlegra efna í umhverfinu. NScG er með eigin heimasíðu, nordicscreening.org, þar sem greint er frá starfsemi og niðurstöðum.
Vinna hópsins stuðlar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar varðandi þekkingu á efnunum, eiginleikum þeirra og váhrifum.

Norrræni eftirlitshópurinn

Eftirlit með efnavörulöggjöfinni (REACH, CLP, VOC, RoHS, þvottaefnum og sæfiefnum). Hópurinn framkvæmir sameiginleg eftirlitsverkefni, samræmir sjónarmið og áherslur Norðurlandanna gagnvart aðgerðum ESB/EES og eykur skilvirkni eftirlitsins með því að samræma túlkun á reglugerðum, hvernig tekið er á málum og með því að taka saman bestu starfshætti.

Vinna hópsins stuðlar að því að ná markmiðum og forgangsröðun samstarfáætlunarinnar varðandi eftirlit með efnum í vörum og framleiðsluvörum í endurvinnslu og netverslun.


Norrænn hópur um mengunarefnaskrá ESB (The European Pollutant Release and Transfer Register)

Þekking um losun kemískra efna á Norðurlöndum. Hópurinn styður við skráningu á losun skaðlegra efna og efnasambanda sem berast úr iðnaði, mengunarefnaskrá á Norðurlöndum (Pollutants Release og Transfer Registers, PRTR) en einnig framfylgni alþjóðlegra aðgerða (PRTR-reglugerð ESB, bókun Árósasáttmálans, UNECE-PRTR, og TFPRTR hjá OECD).
 

Vinna hópsins stuðlar að því að ná fram markmiðum og forgangsröðun samstarfsáætlunarinnar varðandi

Contact information