Rússneskir þingmenn heimsækja Norðurlandaráð í Kaupmannahöfn

21.05.19 | Fréttir
Ryska parlamentariker besökte Nordiska rådet i Köpenhamn den 20-22 maj 2019.

Ryska parlamentariker besökte Nordiska rådet i Köpenhamn den 20-22 maj 2019.

Photographer
Arne Fogt Bergby

Rússneskir þingmenn heimsóttu Norðurlandaráð í Kaupmannahöfn dagana 20.-22. maí 2019.

Hópur rússneskra þingmanna heimsóttu Norðurlandaráð á danska þinginu í Kaupmannahöfn. Í heimsókninni var meðal annars rætt um lýðræði, mannréttindi og loftslags- og umhverfismál.

Það er árleg hefð að Norðurlandaráð bjóði til sín rússneskum stjórnmálamönnum. Tilgangurinn er að viðhalda samtali milli þingmanna norrænu ríkjanna og Rússlands.

Gestgjafar fundarins voru Bertel Haarder, danskur þingmaður í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og Arman Teimouri, sænskur fulltrúi í Norðurlandaráði. Báðir benda þeir á að samtal sé mikilvægur liður í því að styrkja tengslin.

„Það er okkur afar mikilvægt að hafa reglubundin tengsl við báðar deildir rússneska þingsins og þingmannasamtök Norðvestur-Rússlands. Við viljum öll eiga í árangursríku og fyrirsegjanlegu sambandi við Rússland,“ sagði Bertel Haarder í ræðu sinni.

Bertel Haarder nefndi meðal annars mikilvægi samstarfs um loftslags- og umhverfismál, sérstaklega á Eysltrasaltssvæðinu.  Þá ræddi hann ástandið í Tjetjeníu og benti á að Norðurlandaráð hefði áhyggjur af þróuninni þar.

„Við fáum skýrslur sem sýna að að saklaust fólk sé hneppt í fangelsi, ofsótt og verði fyrir pyntingum. Ég geri mér grein fyrir því að Norðurlöndin og Rússlands líta réttindi samkynhneigðra ekki sömu augum en ég held að þrátt fyrir það séum við öll sammála um að enginn samfélagsþegn eigi að verða fyrir pyntingum, morðum og ofsóknum,“ sagði Bertel Haarder.

Staða skrifstofa ráðherranefndarinnar

Hann bað einnig rússnesku kollega sína um aðstoð við að breyta stöðu skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Norðvestur-Rússlandi. Frá árinu 2015 hafa rússnesk yfirvöld skilgreint skrifstofurnar í Sankti Pétursborg og Kalingrad sem „erlenda útsendara“ og hefur það leitt til þess að skrifstofa ráðherranefndarinnar tekur ekki þátt í framkvæmd verkefna eða annarri virkri starfsemi.

„Sú staða sem nú er uppi er ekki sanngjörn vegna þess að hér er um að ræða einingar sem eru fulltrúar samstarfs ríkisstjórna hinna fimm norrænu ríkja. Ég vona sannarlega að þið getið haft áhrif í átt til þess að breyting verði á þessari óásættanlegu stöðu.“

Áhugi fyrir áframhaldandi samstarfi

Jorodd Asphjell, norskur Norðurlandaráðsþingmaður og forseti þingmannaráðstefnu Eystrasaltsríkjanna, BSPC, benti í ræðu sinni á hið góða samstarf milli Norðurlandanna og Rússlands á vettvangi BSPC og Arktis. Jorodd Asphjell sem er norskur þingmaður benti einnig á að Noregur heldur á þessu ári upp á að 75 ár eru liðin frá frelsun Austur-Finnmerkur og lýsti þakklæti vegna mikilvægs framlags sovéska hersins til frelsunarinnar.

Þá hittu rússnesku þingmennirnir Paulu Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, og voru upplýstir um samstarfsverkefni sem áfram eiga sér stað milli norrænna og norðvestur-rússneskra aðila. Rússnesku þingmennirnir lýstu áhuga sínum á áframhaldandi samtarfi.

Heimsóknin átti sér stað 20.-22. maí. Fimmtán rússneskir þingmenn og embættismenn tóku þátt.

Contact information