215. Guðlaugur Þór Þórðarson (Replik)

Upplýsingar

Speech type
Andsvar
Speech number
215
Speaker role
Islands udenrigsminister
Date

Ég þakka fyrir andsvarið. Við verðum bara að horfa á hlutina eins og þeir eru. Við erum, held ég, afskaplega gott dæmi, Norðurlöndin, eins og ég nefndi í ræðu minni — við erum með mismunandi leiðir til að ná utanríkispólitískum markmiðum okkar. En það eru allir sammála um að það gengur mjög vel hjá okkur að starfa saman og við höfum haft forgöngu um ýmislegt sem aðrir hafa tekið upp, m.a. Evrópusambandið og EFTA, svo að dæmi sé tekið. Ég held að það sé skynsamlegt, af því að þú nefnir að Bretar hafi ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu. Það er þeirra ákvörðun. En það skiptir hins vegar miklu máli að vera meðvituð um að þeir eru ekki að fara neitt. Bretlandseyjar eru ekkert að fara í Kyrrahafið, þær verða bara þarna. Þá er það næsta spurning hvernig við getum gengið þannig fram að sem minnst röskun verði, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum því að allir munu tapa á því. Það liggur alveg fyrir. Norræna módelið er eitthvað sem menn geta litið til þegar við sjáum að þjóð eins og Bretar hafa tekið sína ákvörðun.

 

Skandinavisk översättning

Tack för repliken. Vi måste helt enkelt se sakerna som de är. Jag tror att vi i Norden är ett mycket bra exempel, som jag lyfte fram i mitt tal — vi använder olika lösningar för att nå våra utrikespolitiska mål. Men alla är överens om att vi har ett mycket lyckat samarbete och vi har tagit initiativet till flera åtgärder som sedan införts på andra håll, bl.a. i Europeiska unionen och EFTA, för att ta ett par exempel. Jag tror att det är förnuftigt, eftersom du nämner britternas beslut att lämna Europeiska unionen. Det är deras beslut. Å andra sidan är det mycket viktigt att påminna sig att de inte är på väg någonstans. Storbritannien håller inte på att förflyttas till Stilla havet, utan kommer att ligga där den är. Frågan som vi måste ställa oss nu är hur vi kan agera för att minimera alla störningar, särskilt när det gäller handel, eftersom alla kommer att förlora på sådant. Det råder det inget tvivel om. Den nordiska modellen är något som man kan hänvisa till när vi står framför det faktum att ett land som Storbritannien redan har tagit sitt beslut.