Með hjálp nýsköpunar komumst við í gegnum þetta

06.04.20 | Fréttir
woman holding laboratory appratus
Photographer
Unsplash.com
Heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað aukna þörf fyrir nýjar, stafrænar lausnir. Nú hefur Norræna ráðherranefndin komið á fót nýjum vettvangi fyrir ríkisstofnanir og frumkvöðla í stafrænni tækni til að tengjast og kynna tæknilausnir þvert á landamæri Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna, til að bregðast við ástandinu.

Útbreiðsla Covid-19 hefur haft víðtæk félagsleg og efnahagsleg áhrif á daglegt líf almennings og samfélög um allan heim. Ríkisstjórnir hafa tekið til strangra aðgerða til að mæta vandanum. Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segir tilkomumikið að sjá hvernig samfélög hafa brugðist við.

„Við höfum séð tilkomumikið, sameiginlegt viðbragð frá borgarasamfélaginu, fyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum, þar sem fundnar eru nýjar lausnir við þeim staðbundnu og hnattrænu áskorunum sem fylgja Covid-19.

Nýjar áskoranir

Fjöldi nýrra áskorana liggja nú fyrir á ólíkum sviðum samfélagsins:

  • Mikið álag er á heilbrigðis- og umönnunarkerfum okkar vegna Covid-19.
  • Aldraðir og aðrir áhættuhópar hafa verið beðnir um að einangra sig á heimilum sínum og forðast samneyti við aðra, sem í sjálfu sér ógnar líkamlegri og andlegri heilsu þeirra.
  • Skólar á öllum stigum hafa lokað vegna veirunnar og menntun fer að miklu leyti fram gegnum netið.
  • Stór hluti vinnandi fólks vinnur nú heiman frá sér og verður að tileinka sér nýja samskipta- og samstarfshætti.
  • Fyrirtæki þurfa að finna nýjar leiðir til að halda starfsemi sinni gangandi og skapa tekjur.
  • Margir hafa misst atvinnu og eru nú í mjög viðkvæmri og óöruggri stöðu.

Við hvetjum alla til að deila sínum lausnum og finna samstarfsaðila í baráttunni við Covid-19, bæði svæðisbundið og á heimsvísu. Með hjálp nýsköpunar komumst við í gegnum þetta

Paula Lehtomäki

Samstarf um lausnir

Stafrænar tæknilausnir geta verið mjög áhrifarík leið til að mæta þessum áskorunum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Stafrænar lausnir stuðla að einingu meðal landanna og greiða einnig fyrir samstarfi og samskiptum milli einkageirans og hins opinbera.

 

Norræna ráðherranefndin, í samstarfi við GovTech-fyrirtækið PUBLIC, hefur nú opnað vefsíðuna NordicBaltic.tech, sem er gagnvirkur vettvangur sem ætlað er að virkja og tengja saman nýsköpunareiningar þvert á svæðið.

  • Vefsíðan er opin öllum, endurgjaldslaust, og þar verða kynntar nýjar, stafrænar lausnir af Norðurlöndum og frá Eystrasaltsríkjunum.
  • Áhersla á þekkingarmiðlun og samstarf milli frumkvöðla í einkageiranum og hinu opinbera.
  • Síðan verður reglulega uppfærð með skýru og aðgengilegu efni hugsuðu fyrir opinbera starfsmenn, frumkvöðla og almenning.

Tilgangur þessa nýja vettvangs er að greina og kynna tæknilausnir sem geta hjálpað okkur að mæta þeim áskorunum sem Covid-19 hefur skapað og auðvelda hagsmunaaðilum í hverju landi og þvert á landamæri að taka þátt.

„Við hvetjum alla til að deila sínum lausnum og finna samstarfsaðila í baráttunni við Covid-19, bæði svæðisbundið og á heimsvísu. Með hjálp nýsköpunar komumst við í gegnum þetta“, segir Lehtomäki.