Styrkur vegna hjálpartækja í Svíþjóð

Kørestolsymbol på grå væg
Photographer
Photo by marianne bos on Unsplash
Hér getur þú lesið þér til um hvernig þú getur sótt um hjálpartæki og styrki fyrir hjálpartæki í Svíþjóð ef þú ert með fötlun. Einnig eru gefnar upplýsingar um hvaða reglur gilda þegar flutt er til útlanda með sænsk hjálpartæki.

Ýmis hjálpartæki eru í boði fyrir fólk með fötlun í Svíþjóð.

Mest framboð hjálpartækja er hjá hjá heilsugæslu sveitarfélaganna eða umdæmanna. Sveitarfélögum og umdæmum er skylt bjóða upp á hjálpartæki sem hluta af heilbrigðisþjónustu sinni. Leitaðu til heilsugæslunnar til að fá mat á þínum þörfum.

Hægt er að fá tiltekin hjálpartæki vegna vinnu með því að sækja um greiðslur frá Försäkringskassan, sænsku almannatryggingastofnuninni. Aðrar greiðslur fást í gegnum heilbrigðisþjónustuna, sveitarfélögin, vinnuveitendur eða Arbetsförmedlingen, sænsku vinnumálastofnunina. Í sumum tilfellum er hægt að fá greiðslur frá bæði Försäkringskassan og einum eða fleiri öðrum aðilum.

Ef þú býrð eða starfar í Svíþjóð og ert með fötlun hefur þú sama rétt á að sækja um hjálpartæki og sænskir ríkisborgarar. Breytilegt er hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á styrk.

Til að eiga rétt á sumum styrkjum þarftu að búa og starfa í Svíþjóð en fyrir aðra er nóg að annaðhvort búa eða starfa í Svíþjóð.

Hvaða styrki er hægt að sækja um í Svíþjóð?

Hægt er að sækja um eftirfarandi greiðslur hjá Försäkringskassan. Finna má ítarlegri upplýsingar um styrkina á vefsíðu Försäkringskassan.

Þú gætir einnig þurft að hafa samband við aðra aðila til að fá aðstoð, til dæmis Arbetsförmedlingen eða heilsugæsluna, eftir því hvernig stuðningi þú þarft á að halda.

  • Bifreiðastyrkur: Bifreiðastyrkur er í boði fyrir þá sem hafa varanlega fötlun og eiga mjög erfitt með að hreyfa sig eða nota almenningssamgöngur. Bifreiðastyrkurinn er ætlaður til kaupa á bíl eða til að aðlaga bíl að þínum þörfum. Bæði fullorðnir og börn geta fengið bifreiðastyrk.
  • Hjálpartæki vegna vinnu: Vinnuveitandi ber ábyrgð vegna hjálpartækja sem alla jafna eru nauðsynleg á vinnustað, til dæmis ef þú þarft að nota hæðarstillanlegt skrifborð. Ef þú ert með fötlun eða sjúkdóm sem veldur því að þú þarft að nota sérstök hjálpartæki til að vinna vinnuna þína getur þú eða vinnuveitandinn fengið styrk frá Försäkringskassan. Þetta á við ef þú hefur starfað hjá vinnuveitandanum í að minnsta kosti eitt ár.

Ef þú hefur ekki verið í vinnu í eitt ár skaltu hafa samband við sænsku vinnumálastofnunina, Arbetsförmedlingen. Starfsfólk hennar getur aðstoðað þig varðandi hjálpartæki sem auðvelda þér að fá eða halda vinnu.

Heilsugæslan veitir aðstoð varðandi hjálpartæki sem þú þarft að nota í daglegu lífi eða vegna umönnunar og meðferðar.

  • Styrkir vegna aukalegra útgjalda: Þú getur fengið styrk (merkostnadsersättning) ef þú verður fyrir útgjöldum vegna fötlunar sem eru meiri en það sem eðlilegt telst fyrir fólk á þínum aldri. Þú átt rétt á styrknum ef útgjöld fara umfram fasta lágmarksupphæð á einu ári. Bæði börn og fullorðnir geta fengið þennan styrk.

Hvernig sæki ég um styrki í Svíþjóð?

Á vefsíðu Försäkringskassan má finna upplýsingar um skilyrði fyrir styrkjum og hvernig sótt er um styrki.

Get ég flutt til Svíþjóðar með hjálpartæki frá hinu landinu?

Ef þú flytur til Svíþjóðar og ert með hjálpartæki frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi eða Noregi skaltu hafa samband við stofnunina sem þú fékkst hjálpartækið frá í þínu heimalandi til að fá upplýsingar um hvort þú getir haldið tækinu.

Get ég flutt úr landi með hjálpartæki frá Svíþjóð?

Ef þú ætlar að fara til Danmerkur, Finnlands, Íslands eða Noregs til að dvelja þar til lengri tíma og ert með hjálpartæki frá Svíþjóð skaltu láta Försäkringskassan vita. Þetta á einnig við ef þú flytur þangað eða ætlar að starfa þar.

Get ég fengið hjálpartæki við tímabundna dvöl í Svíþjóð?

Ef þú ætlar að dvelja tímabundið í Svíþjóð og ert með hjálpartæki frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi eða Noregi skaltu hafa samband við stofnunina sem þú fékkst hjálpartækið frá í heimalandi þínu til að fá upplýsingar um hvort þú getir tekið það með þér til Svíþjóðar. Ef þú getur ekki haldið hjálpartækinu eftir getur þú sótt um að fá hjálpartæki í Svíþjóð. Það er gert hjá Försäkringskassan, Arbetsförmedlingen eða heilsugæslunni.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Á vefsíðu Försäkringskassan má finna nánari upplýsingar og svör við spurningum. Þú getur líka hringt í þjónustuver Försäkringskassan í síma +46 (0)771 524 524.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna