Í beinni: Hvernig er að vera LGBTI í litlum samfélögum á Norðurlöndum - er net, stuðningur og félagsskapur fyrir hendi?

03.11.20 | Viðburður
 LGBTI-personer i småsamfunn i Norden
Photographer
Sharon McCutcheon/Unsplash
Það getur falið í sér miklar áskoranir að vera LGBTI í litlu samfélagi. Maður getur enn frekar fundið fyrir mismunun og fordómum og einmanaleika en í stærri bæjum þar sem auðveldara er að hitta fólk á sama báti og maður sjálfur eða fela sig í fjöldanum. Í hversu miklum mæli er að finna net, stuðning og félagsskap í litlum samfélögum á Norðurlöndum og hvernig er hægt að berjast gegn mismunun og fordómum á þessum stöðum?

Upplýsingar

Dates
03.11.2020
Time
14:00 - 15:20
Type
Online

Hvernig er til dæmis að vera LGBTI í samísku samfélagi og hvers vegna var mikilvægt að stofna samtökin Garmeres - Queer Sami?

LGBTI-fólk á rétt á að mynda samtök í öllum norrænu löndunum en þetta á ekki eingöngu við um stærri bæi. Hvernig undirbúum við jarðveginn fyrir hinsegin menningu á litlum stöðum líka?

 

Í ár voru tíu ár síðan Nuuk Pride var haldið í fyrsta sinn á Grænlandi. Hversu miklu máli skiptir Gleðiganga fyrir sýnileika, samþykki, hlutdeild og samheldni í litlu samfélagi eins og á Grænlandi?

 

Norræna ráðherranefndin býður þér á stafrænan umræðufund til þess að varpa ljósi á þessar áskoranir. Umræðufundurinn er einn af nokkrum sem verða haldnir í norrænu löndunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, haustið 2020. Þekkingin og reynslan sem fundaröðin veitir verður safnað saman í grein sem Norræna ráðherranefndin hyggst nota í áframhaldandi starfi sínu að því að bæta aðstæður LGBTI-fólks á Norðurlöndum.

 

Fundarstjóri er Inge Olsvig Brandt, skrifstofustjóri Jafnréttisráðs á Grænalandi.

Tímasetning

Þriðjudaginn 3. nóvemer kl. 10.00 – 11.20 (á tíma Nuuk)

14.00 – 15.20 (á skandinavískum tíma)

DAGSKRÁ

10.00/14.00 Anna Wangenheim, jafnréttisráðherra Grænlands, setur fundinn

 

10.10/14.10 Bakgrunnur og innblástur, Gisle A. Gjevestad Agledahl

Gisle skrifar grein (think piece) á grundvelli allrar norrænu fundaraðarinnar

 

10.20/14.20  Að vera LGBTI í samísku samfélagi og hversvegna var mikilvægt að stofna samtökin Garmeres - Queer Sámi.

Ronja Vaara, Garmeres

 

10.35/14.35  Nuuk Pride 10 ára. Hvað höfum við lært og hvað hefur áunnist

Jan Joe Seidsen, LGBTI Greenland

 

10.50/14.50  Pallborðsumræður

  • Inge Alexander Gjestvang, formaður FRI – Foreningen for kjønns- og seksualitetsmangfold i Norge
  • Mads Hvid, LGBT+ Danmark
  • Jan Joe Seidsen, LGBTI Greenland
  • Ronja Vaara, Garmeres

 

11.20/15.20  Fundarlok