„Loftlagsbreytingar og minnkuð líffræðileg fjölbreytni eru sama vandamálið“

26.10.20 | Fréttir
polarræv
Photographer
Benjamin Hardman
Við getum ekki valið að einblína einungis á loflagsbreytingar eða að vernda líffræðilega fjölbreytni – náin tengsl eru á milli þessara tveggja sviða. Þetta var ein af niðurstöðum fundar norrænna stjórnmálamanna og ungra aðgerðasinna með þeim sem tilnefndir hafa verið til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020 þar sem rætt var um hættuna sem steðjar að líffræðilegri fjölbreytni.

Hvernig getum við á Norðurlöndum tekið saman höndum og haldið áfram að vekja athygli á loftlagsmálum? Við þurfum að vekja á þeim sem sinna þessu: fagfólkinu!“ sagði Ketil Kjenseth, formaður nefndar Norðurlandaráðs um sjálfbær Norðurlönd í opnunarræðu sinni, er hann vísaði til fimm af þeim sjö sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

 

Margar áskoranir krefjast margra lausna. Unga fólkið mótmælir á götum úti og krefst aðgerða,“ sagði hann áður en hann gaf tveimur fulltrúum Global Youth Biodiversity Network orðið, þeim Julian Lo Curlo og Anniku Lepistö. Þau starfa hjá nýju átaksverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar sem ætlað er að skapa vettvang sem gefur ungu fólki rödd á alþjóðavettvangi stjórnmála.

Í umræðunum varð ljóst að við getum ekki valið að einblína einungis á loflagsbreytingar eða að vernda líffræðilega fjölbreytni – náin tengsl eru á milli þessara tveggja sviða. Eða eins og Dag O. Hessen, líffræðiprófessor sem er einn þeirra sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020, sagði: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á koltvísýring og ég tel að árið 2019 hafi orðið vitundarvakning hvað varðar líffræðilega fjölbreytni. Við sáum mikla skógarelda í Ástralíu, Brasilíu og Kaliforníu. Við sáum fréttir af útrýmingu tegunda sem gerðu okkur ljóst að náttúran bregst ekki aðeins við loftlagsbreytingum, heldur eiga loftlagsbreytingarnar sér stað vegna minnkaðrar líffræðilegrar fjölbreytni.“ Hann hrósaði einnig ungu fulltrúunum tveimur og gaf þeim heilræði: Það er mjög gefandi að sjá ungt fólk taka við keflinu. Ég hef starfað á þessu sviði síðan ég var 16 ára – það er mikilvægt að missa ekki þolinmæðina.

Að vernda náttúruna er líklega besta leiðni til að bregðast við loftlagsbreytingum, að frátalinni minnkaðri losun

Dag O. Hessen, líffræðiprófessor og einn þeirra tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Einhver uppörvandi orð?

Í ljósi loftlagsbreytinga og COVID-19 spurði einn þátttakandanna hvort þau hefðu einhver uppörvandi orð. Svar Julian Lo Curlo var skýrt: „Ef við lítum á þetta út frá kynslóðum er mikil vitund til staðar; þar má finna von. Yngri kynslóðir eru tilbúnar og þær krefjast róttækra breytinga.

 

Hessen tók í sama streng: „Í dag gengur ekki að vera einfaldur bjartsýnismaður en það er von. Það er vilji til breytinga þarna úti, hjá fyrirtækjum, fjárfestum og almenningi. Við sjáum jákvæð merki um að vandamálið verði viðurkennt og gripið til aðgerða. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur að það er hægt að gera róttækar breytingar og auka vitund um lífið sem við lifum.

 

Sofia Sollén-Norrlin frá samtökum vistvænna bónda í Svíþjóð kom fram fyrir hönd samtaka lífræns landbúnaðar á Norðurlöndum og er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Hún vakti einnig athygli á því jákvæða: Eftirspurn eftir lífrænum mat fer vaxandi. Þrátt fyrir að hraði og umfang hafi ekki aukist er aukin meðvitund um hvernig matvæli eru framleidd og hún skilar sér í breyttri neyslu.

 

Cecilie Tenfjord Toftby, fulltrúi í nefnd Norðurlandaráðs um sjálfbær Norðurlönd, dró umræðurnar saman með eftirfarandi hvatningarorðum: „Við erum öll háð vistkerfunum og við verðum að hugsa um hvernig við látum heiminn af hendi til næstu kynslóða. Í dag hefur verið verðmætt að stefna saman valdhöfum, ungu fólki og fagfólki. Það er mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks. Það er hugrakkara en við og viljugt til að gera þær fórnir sem þarf til að ögra hinum hefðbundnu leiðum. Til hinna tilnefndu: ykkar vinna mun eiga þátt í því að ryðja brautina á Norðurlöndum. Þakka ykkur fyrir!

 

Verðlaunahafinn verður tilkynntur þriðjudaginn 27. október 2020