Leiðbeiningar: Starfað í Danmörku

Mænd der arbejder i Danmark
Photographer
Yadid Levy/norden.org
Hér er að finna upplýsingar um mikilvægustu atriðin þegar hugað er að því að starfa í Danmörku.

Það er margt sem þarf að huga að þegar íhugað er að sækja um vinnu í Danmörku, meðal annars í tengslum við atvinnuleit, leyfi, skatta, almannatryggingar og starfsskilyrði. Hér að neðan er gátlisti sem inniheldur það mikilvægasta sem þarf að hafa í huga þegar starfað er í Danmörku.

Atvinnuleyfi

Norrænum ríkisborgurum (dönskum, finnskum, íslenskum, norskum og sænskum) er frjálst að búa og starfa í Danmörku án þess að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi. Ef þú ert ríkisborgari annars lands gilda aðrar reglur eftir því hvort þú ert ríkisborgari EES- eða ESB-ríkis eða ekki. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Info Norden.

Atvinnuleit

Upplýsingar um atvinnuleit í Danmörku er að finna á vefsíðum Info Norden. Einnig má lesa um atvinnuleit í Danmörku á heimasíðu Work in Denmark.

Í atvinnuleit í Danmörku á bótum frá heimalandinu

Einstaklingur sem er á atvinnuleysisbótum frá öðru ESB- eða EES-ríki getur haldið bótunum í allt að þrjá mánuði á meðan hann leitar að starfi í Danmörku. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Info Norden.

Starfsleyfi

Starfsleyfi þarf til að starfa innan tiltekinna starfsgreina. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Info Norden.

Laun og ráðningarkjör

Á jobindex.dk má sjá samanburð á launum mismunandi starfsgreina á milli svæða í Danmörku. Einnig er almennar upplýsingar um starfs- og ráðningarkjör í Danmörku að finna á vefsíðu vinnumálaráðuneytisins.

Skattur

Þegar þú hefur störf í Danmörku þarftu að vera með skattkort og danska kennitölu (CPR-númer). Þú færð fyrirframskattuppgjör sem byggt er á áætluðum tekjum þínum. Í mars á hverju ári færðu ársuppgjör sem þú getur leiðrétt í sjálfsafgreiðslukerfi skattyfirvalda. Til þess notar þú danskt rafrænt auðkenni, MitID. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum skat.dk. Þú getur einnig nálgast almennar upplýsingar um skatta á dönsku, finnsku, íslensku og sænsku á vefgáttinni Nordisk eTax, sem rekin er í samstarfi skattyfirvalda á Norðurlöndunum.

Almannatryggingar

Ef einstaklingur flytur til Danmerkur til að starfa þar er hann að meginreglunni til tryggður af danska almannatryggingakerfinu. Í sumum er einstaklingur þó tryggður af almannatryggingum í hinu landinu, til dæmis þegar um er að ræða útsenda starfsmenn eða ef einnig er starfað í öðru landi en Danmörku.

Aðild að almannatryggingum í tilteknu landi felur í sér að þú lýtur reglum þess lands í málum á borð við:

Starfað eða búið í öðru norrænu landi

Í sumum tilvikum þarf að huga sérstaklega að því hvar maður á skattalega heimilisfesti og aðild að almannatryggingum. Það á við:

  • Ef þú býrð í Danmörku en starfar í öðru norrænu landi
  • Ef þú býrð í öðru norrænu landi en starfar í Danmörku
Almannatryggingar

Meginreglan er sú að einstaklingur er tryggður af almannatryggingum í því landi sem hann starfar í. Ef starfað er í tveimur norrænum löndum nýtur viðkomandi almennt almannatrygginga í því landi þar sem hann starfar í meira en 25% tímans, eða í því landi þar sem stærstur hluti vinnunnar er inntur af hendi. Sérstakar reglur gilda þó ef starfað er í Danmörku og Færeyjum eða Danmörku og Grænlandi. Ef einstaklingur er í vafa um í hvaða landi hann er almannatryggður getur hann haft samband við Udbetaling Danmark, skrifstofu alþjóðlegra almannatrygginga.

Einstaklingur sem býr í öðru norrænu landi en nýtur danskra almannatrygginga þarf að vera aðili að dönskum atvinnuleysistryggingasjóð til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Viðkomandi á þá rétt á heilbrigðisþjónustu í Danmörku en til þess að njóta hennar þarf hann að sækja um sérstakt sjúkratryggingaskírteini í sveitarfélaginu sem vinnustaðurinn er í. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Info Norden um atvinnuleysisbætur í Danmörku og rétt til heilbrigðisþjónustu í Danmörku.

Ef starfað er í tveimur löndum þurfa allir vinnuveitendur í öllum löndum sem starfað er í að meginreglunni til að greiða til almannatrygginga í því landi þar sem einstaklingurinn nýtur almannatrygginga.

Skattur

Nánari upplýsingar um skattaumhverfi fyrir vinnuferðalanga er að finna á Nordisk eTax-vefgáttinni sem rekin er í samstarfi skattyfirvalda á Norðurlöndunum.

Leyfi fyrir vinnuferðalög fyrir atvinnuleitendur frá löndum utan Norðurlanda eða ESB

Einstaklingur sem ekki er ríkisborgari norræns ríkis, ESB-ríkis eða EES-ríkis, sem býr í öðru norrænu landi og vill búa þar áfram á meðan starfað er í Danmörku, getur sótt um atvinnuleyfi sem vinnuferðalangur (pendler). Til að fá leyfið þarftu að uppfylla sömu skilyrði og þegar sótt er um atvinnu- og dvalarleyfi í í Danmörku. Þú þarft að hafa samband við útlendingayfirvöld í landinu sem þú býrð í til að ganga úr skugga um að þú getir ferðast til vinnu í Danmörku án þess að það hafi áhrif á dvalarleyfi þitt þar.

Stéttarfélög

Nánari upplýsingar um stéttarfélög í Danmörku er að finna á vefsíðum Info Norden.

Árstíðabundin störf fyrir ungt fólk

Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum til ungmenna á Norðurlöndum eða í löndum ESB á aldrinum 18 til 30 ára. Krafa er gerð um að kunna dönsku, norsku eða sænsku.

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna