Fjölskyldubætur á Álandseyjum

Børnefamilie i køkken
Photographer
Yadid Levy/norden.org
Hér má finna upplýsingar um fjölskyldubætur þegar flutt er til Álandseyja með barn, til dæmis meðgöngustyrk, foreldraorlof með fæðingarorlofsgreiðslum, barnabætur, styrk vegna heimagæslu og annað fyrir barnafjölskyldur. Einnig eru gefnar upplýsingar um meðlag og framfærslustyrk, félagslegar bætur, veikindi barns, styrki fyrir LGBTQ-fjölskyldur og fjölskyldubætur fyrir foreldra sem ættleiða börn.

Á Álandseyjum gilda í vissum tilfellum sömu reglur og í Finnlandi. Þó eru ýmis atriði frábrugðin, en til dæmis er sótt um meðgöngustyrk frá KST á Álandseyjum, fæðingarorlofsgreiðslur frá FPA og styrk vegna heimagæslu frá viðkomandi sveitarfélagi á Álandseyjum. Á Álandseyjum eru barnabætur fjármagnaðar af landsstjórninni. Álendingar þurfa þó einnig að sækja um barnabætur hjá FPA. Reglurnar eru þær sömu og í Finnlandi að því undanskildu að upphæðirnar eru mismunandi. Barnabætur eru hærri á Álandseyjum en öðrum hlutum Finnlands.

Meðgöngustyrkur

Ef þú býrð á Álandseyjum sækir þú um meðgöngustyrk hjá KST (Kommunernas socialtjänst k.f.) frá og með 2021. Ef þú ert barnshafandi eða nýorðin móðir og býrð á Álandseyjum átt þú rétt á meðgöngustyrk. Þú getur valið á milli svonefnds mæðrapakka sem inniheldur ungbarnaföt og vörur fyrir börn eða peningastyrks. Nánari upplýsingar um þetta eru hér:

Foreldraorlof og fæðingarorlofsgreiðslur

Þegar þú eignast barn getur þú sótt um fæðingarorlofsgreiðslur frá FPA. Þær greiðslur sem falla þar undir eru mæðraorlofsgreiðslur og sérstakar mæðraorlofsgreiðslur, feðraorlof, fæðingarorlofsgreiðslur og fæðingarorlofsgreiðslur að hluta.

Athugið! Í uppfærðum lögum um fjölskyldubætur nefnast mæðraorlofsgreiðslur („moderskapspenning“) nú meðgöngustyrkur („graviditetspenning“).

Barnabætur

Á Álandseyjum eru barnabætur fjármagnaðar af landsstjórninni. Álendingar þurfa þó einnig að sækja um barnabætur hjá FPA. Reglurnar eru þær sömu og í Finnlandi að því undanskildu að upphæðirnar eru mismunandi. Ef þú ert norrænn ríkisborgari sem starfar á Álandseyjum og nýtur réttinda í almannatryggingakerfinu á Álandseyjum getur þú fengið barnabætur fyrir börn yngri en 17 ára. Nánari upplýsingar um þetta eru á síðu um barnabætur á Álandseyjum: 

Styrkur vegna heimagæslu

Ef þú býrð á Álandseyjum sækir þú um styrk vegna heimagæslu hjá sveitarfélagi þínu. Styrkur vegna heimagæslu er föst upphæð og í sumum tilfellum einnig tekjutengd viðbót. Viðbót við styrk vegna heimagæslu er aðeins veitt fyrir eitt barn. Einnig greiða sum sveitarfélög viðbótarstyrk til þeirra sem fá styrk vegna heimagæslu.

Bætur fyrir barnafjölskyldur í tengslum við flutning til eða frá Álandseyja

Kynntu þér reglurnar á síðum FPA um flutninga og mismunandi aðstæður í tengslum við fjölskyldubætur. Ætlar þú að flytja til Álandseyja frá öðru norrænu landi? Ætlar þú að flytja frá Álandseyjum til annars norræns lands?
 

Sérstakar aðstæður

Hér getur þú lesið þér til um sérstakar aðstæður í tengslum við fjölskyldubætur, svo sem meðlag og framfærslustyrk á Álandseyjum, félagslegar bætur á Álandseyju, veikindi eða fötlun barns, fjölskyldubætur fyrir foreldra ættleiddra barna og bætur fyrir LGBTQ-fjölskyldur.

Meðlag og framfærslustyrkur á Álandseyjum

Meðlagsgreiðslur eru greiðslur frá öðru foreldrinu til hins ef foreldrarnir búa ekki saman. Framfærslustyrkur er föst upphæð sem FPA greiðir mánaðarlega til foreldrisins sem barnið er með lögheimili hjá. Í alþjóðlegum aðstæðum gilda lög þess lands sem barnið hefur lögheimili í.

Félagslegar bætur á Álandseyjum

Á Álandseyjum hefur KST (Kommunernas socialtjänst k.f) umsjón með félagslegum bótum. Ef tekjur fjölskyldunnar þinnar nægja ekki til að standa straum af daglegum útgjöldum getur þú sótt um félagslegar bætur frá KST á Álandseyjum.

Ef barnið verður veikt

Þú getur sótt um stuðning frá FPA ef barnið þitt verður veikt eða er með fötlun.

Bætur til foreldra ættleiddra barna

Fjölskyldubætur eru í megindráttum þær sömu fyrir foreldra ættleiddra barna og líffræðilega foreldra. Kynntu þér þetta og muninn á milli þeirra á síðu FPA um fjölskyldubætur fyrir foreldra ættleiddra barna. Einnig eru upplýsingar um ættleiðingar á Álandseyjum á síðu KST.

Bætur fyrir LGBTQ-fjölskyldur

Á þessari síðu FPA eru veittar upplýsingar um fjölskyldubætur sem eru í boði fyrir LGBTQ-fjölskyldur.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um stuðning fyrir barnafjölskyldur á Álandseyjum geturðu haft samband við FPA og KST.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna