1981 Snorri Hjartarson, Ísland: Hauströkkrið yfir mér

1981 Snorri Hjartarson, Island: Hauströkkrið yfir mér

Um höfundinn

Snorri Hjartarson ólst upp í íslenskri sveit. Faðir hans var bóndi og alþingismaður. Snorri Hjartarson bjó lengi í Noregi þar sem hann nam myndlist á Listaakademíunni í Ósló. Fyrsta skáldsaga hans Høit flyver ravnen kom út á norsku árið 1934. Lengst af starfaði Snorri sem bókavörður í Reykjavík. Hans er einkum minnst sem eins mesta ljóðskálds Íslendinga.

Um vinningsverkið

Hauströkkrið yfir mér eru ljóð sem listmálari yrkir með pensli sínum. Hann bregður upp litríkri mynd af skýrum blæbrigðum náttúrunnar sem aðeins næmt auga listamannsins getur fangað. Látlaus skýrleiki ríkir á yfirborði mynda hans en við nánari athugun má einnig skynja hárfínan tón, andrúmsloft þar sem hvíslað er leyndarmáli hulinnar ráðgátu. Snorri Hjartarson var í senn skapandi á nýjan, ferskan hátt og klassískur. í ljóðum hans má rekja forn íslensk yrkingarform sem blandast frjálsum yrkingarformum módernismans.

Hauströkkrið yfir mér

Útgáfa: Mál og menning 

Útgáfuár: 1979

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981 voru veitt íslenska ljóðskáldinu Snorra Hjartarsyni fyrir ljóðabók hans Hauströkkrið yfir mér. Á skýran og agaðan hátt yrkir skáldið um náttúruupplifanir og heiminn um leið.