Kim Larsen nýr forstjóri Norrænu stofnunarinnar á Álandseyjum

26.10.21 | Fréttir
Kim Larsen, ny chef för nordens institut på Åland
Photographer
norden.org
Grænlendingurinn Kim Larsen tekur um áramótin við starfi forstjóra norrænu menningarstofnunarinnar NIPÅ í Maríuhöfn á Álandseyjum. Hann tekur við af Jacob Mangwana Haagendal en skipunartíma hans er að ljúka.

Kim Larsen starfaði síðast hjá KNR Útvarpi Grænlands þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri sjónvarpsþátta og tæknimála síðan 2016. Áður starfaði hann í menningarmálaráðuneyti Grænlands og í Menningarhúsi Grænlands.

Hann er 56 ára, búsettur í Nuuk og á þrjú uppkomin börn.

Norræn störf

Kim Larsen hefur reynslu af norrænu samstarfi gegnum stjórnarstörf, meðal annars í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, Norrænu stofnuninni á Grænlandi, norrænu barna- og ungmennanefndinni NORDBUK og Norrænu menningargáttinni í Finnlandi.

Sjálfbærni með áherslu á menningu

Nú verður það meginviðfangsefni Kim Larsen að að fá álensku menningarstofnunina NIPÅ til að vinna markvisst að framtíðarsýn samstarfsins um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. 


„Í heimi sem tekur stöðugum breytingum og þar sem hefðir og menning standa frammi fyrir áskorunum verðum við að aðlaga okkur og hugsa um þau sem á eftir okkur koma - en taka samt mið af sjálfbærum grunni í rótum okkar. Listir, menning og miðlar eru vettvangur almennings sem gegnir mikilvægu hlutverki við að setja mál á dagskrá og hjálpar okkur að takast á við hnattrænar áskoranir eins og loftslagskreppuna. Menningin skapar tengsl og skilning milli fólks og hin skapandi næring gegnir mikilvægu hlutverki við að gera Norðurlönd að samkeppnishæfu svæði sem er eftirsóknarvert á heimsvísu,“ segir Kim Larsen.

 

 

Contact information