Helgidagar í Svíþjóð

Svensk flag på båd
Photographer
Photo by Axel Antas-Bergkvist on Unsplash
Hér má finna upplýsingar um helgidaga, frídaga, daga sem falla milli frídaga og rauða daga í Svíþjóð.

Helgidagar eru svo til þeir sömu á öllum Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru skírdagur og annar í hvítasunnu þó ekki helgidagar líkt og í öðrum norrænum löndum og eru þar af leiðandi ekki frídagar.

Aftur á móti eru þrettándi dagur jóla, allraheilagramessa, 1. maí, þjóðhátíðardagur Svía og miðsumarsdagur helgidagar og frídagar í Svíþjóð.

Helgidagar og aðrir frídagar í Svíþjóð

Í Svíþjóð er munur á helgidögum, sem oft eru nefndir „rauðir dagar“, og öðrum frídögum.

Í Svíþjóð eru 13 helgidagar á ári hverju. Alla jafna eiga starfsmenn á flestum vinnustöðum frí á helgidögum:

Margir fá þó frí á fleiri dögum en þessum. Ef páskadagskvöld, miðsumarskvöld, aðfangadagskvöld og gamlárskvöld eru talin með, sem oft teljast með sem frídagar, fá starfsmenn frí í nokkra daga í viðbót.

 

Janúar:

  • Nýársdagur (Nyårsdagen) 1. janúar
  • Þrettándi dagur jóla (Trettondag jul) 6. janúar

Mars-apríl: páskar

  • Föstudagurinn langi (Långfredagen)
  • Páskadagur (Påskdagen) getur fyrst verið 22. mars og síðast 25. apríl
  • Annar í páskum (Annandag påsk)

Apríl–júní:

  • Uppstigningardagur (Kristi himmelfärdsdag) er 40 dögum eftir páskadag, alltaf á fimmtudegi, getur fyrst verið 30. apríl og síðast 3. júní.

Maí:

  • Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins (Arbetarrörelsens internationella högtidsdag) 1. maí

Maí-júní: hvítasunna

  • Hvítasunnudagur (Pingstdagen) er sjöundi sunnudagur eftir páska, getur fyrst verið 10. maí og síðast 13. júní.

Júní:

  • Þjóðhátíðardagur Svía, 6. júní. Ef þjóðhátíðardagurinn fellur á helgi fá margir starfsmenn frí einn föstudag sem þeir geta tekið út síðar á árinu. Þetta fer eftir kjarasamningum. Það er ekki sjálfgefið að kjarasamningar gefi aukalegan frídag en oft er það svo.
  • Miðsumarkvöld (Midsommarafton) er ekki helgidagur en margir fá frí á þessum degi samkvæmt samkomulagi á vinnustað eða samningi við vinnuveitanda. Miðsumarskvöld fellur alltaf á síðasta föstudagar mánaðarins.
  • Miðsumarsdagur (Midsommardagen) er alltaf á laugardegi.

Október-nóvember:

  • Allraheilagramessa (Alla helgons dag) er haldin hátíðleg laugardaginn milli 31. október og 6. nóvember.

Desember:

  • Aðfangadagskvöld (Julafton), 24. desember, er ekki helgidagur en margir fá frí á þessum degi samkvæmt samkomulagi á vinnustað eða samningi við vinnuveitanda.
  • Jóladagur (Juldagen) 25. desember
  • Annar í jólum (Annandag jul) 26. desember
  • Gamlárskvöld (Nyårsafton), 31. desember, ekki helgidagur en margir fá frí á þessum degi samkvæmt samkomulagi á vinnustað eða samningi við vinnuveitanda.

Hvað eru rauðir dagar í Svíþjóð?

Helgidagar eru almennt kallaðir rauðir dagar í Svíþjóð. Rauðir dagar eru sunnudagar og aðrir lögbundnir frídagar, svo sem vegna trúarhátíðar eða hefðar.

Auk þessara daga geta laugardagar og hátíðarkvöld einnig verið frídagar.

Hvað er „klämdag“ í Svíþjóð?

„Klämdag“ er dagur sem fellur milli tveggja frídaga, til dæmis helgidags og laugardags.

Stéttarfélög og einstakir vinnuveitendur geta komist að samkomulagi um að starfsfólk á tilteknum vinnustað fái frí á dögum sem falla milli frídaga. Á sumum vinnustöðum er gefið fullt frí en á öðrum má taka frí ef vinnuálag leyfir.

Ef þú ert í vafa um hvað gildir á þínum vinnustað skaltu hafa samband við trúnaðarmann stéttarfélagsins eða vinnuveitanda þinn.

Eru einhverjir lögbundnir lokunardagar í Svíþjóð?

Í Svíþjóð giltu lög um lögbundna lokunardaga (affärstidslag) til ársins 1972. Síðan þá hafa opnunartímar verið frjálsir.

Flestar verslanir eru opnar til kl. 21 og lokaðar á jóladag, nýársdag, páskadag, 1. maí, þjóðhátíðardaginn og miðsumarsdag. Engin lög banna þó verslunum að hafa opið.

Frekari upplýsingar um helgidaga og fánadaga í Svíþjóð

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna