Kynning: Norrænar næringarráðleggingar 2023

20.06.23 | Viðburður
Harpa Concert Hall, Reykjavik_NNR2023
Photographer
harpa.is
Verið velkomin á kynningarviðburð vegna útgáfu Norræna næringarráðlegginga – fremstu vísindalegu næringarráðlegginga heims Ný útgáfa ráðlegginganna mun í fyrsta sinn innihalda vísindalegar næringarráðleggingar sem lúta ekki aðeins að heilsufarslegum þáttum heldur einnig umhverfislegum. Öllum er velkomið að taka þátt í gegnum netið.

Upplýsingar

Dates
20.06.2023
Time
08:00 - 15:30
Location

Ísland

Type
Online

Ný útgáfa Norrænna næringarráðlegginga (NNR2023) er afrakstur fimm ára vinnu um það bil 400 vísindamanna en um er að ræða stærsta verkefni norrænnar samvinnu og jafnframt það þekktasta á alþjóðavettvangi. Norrænar næringarráðleggingar mynda vísindalegan grundvöll næringarviðmiða og ráðlegginga um mataræði í á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

Á kynningarviðburðinum í Reykjavík þann 20. júní verða nýjar niðurstöður og ráðleggingar kynntar. Einnig munu fara fram umræður um hvernig innleiða megi nýju ráðleggingarnar.

Þrír viðburðir verða haldnir yfir daginn:

  • Blaðamannafundur 8.00–8.45 að íslenskum tíma (10.00–10.45 CEST/Ósló, Stokkkhólmur, Kaupmannahöfn) (11.00–11.45 GMT+3/Helsinki)
  • Rannsóknarvefþing 9.00–11.00 að íslenskum tíma (11.00–13.00 CEST/Ósló, Stokkkhólmur, Kaupmannahöfn) (12.00–14.00 GMT+3/Helsinki)
  • Kynningarviðburður 14.00–15.30 að íslenskum tíma (16.00–17.30 CEST/Ósló, Stokkkhólmur, Kaupmannahöfn) (17.00–18.30 GMT+3/Helsinki)

Nánari upplýsingar og hlekki á skráningu má nálgast hér fyrir neðan.

Kynningarviðburður 14.00–15.30

Kynningu á Norrænum næringarráðleggingum 2023 verður streymt beint. Verið með okkur á þessum merkisdegi og hlýðið á norræna og erlenda fyrirlesara þegar niðurstöður NNR2023 verða kynntar og mikilvægar umræður um innleiðingu nýju ráðlegginganna fara fram.

Með NNR2023 stíga Norðurlönd af hugrekki fyrsta skrefið í átt til sjálfbærra næringarráðlegginga og vinna með því mikilvægt brautryðjendastarf sem byggt er á gagnsæju ferli og vísindalegum aðferðum.

Skráning á viðburðinn

 

14.00–14:15  Opnunarávarp 

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands 

  • Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) (upptaka) 

 

​14.15–14.35  Erindi: The Nordic Nutrition Recommendations 2023 

  • ​ Rune Blomhoff, prófessor við Háskólann í Ósló og verkefnisstjóri Norrænna næringarráðlegginga 2023

​ 

​14.35–15.05  Pallborðsumræður: Sustainable and healthy diets for Agenda 2030 

  • Stefanos Fotiou, framkvæmdastjóri Samræmingarskrifstofu matvælakerfa og skrifstofu sjálfbærrar þróunar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ 

  • Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar 

  • Joao Campari, yfirmaður matvælasviðs World Wildlife Foundation (WWF) 

​ 

​15.05–15.25  Umræður: What’s at stake in the implementation of the NNR? 

  • Ola Elvestuen, formaður norrænu sjálfbærninefndarinnar, Norðurlandaráði

  • Anne Pøhl Enevoldsen, deildarstjóri hjá Matvælastofnun Danmerkur

  • Dr. Amanda Wood, vísindamaður, Resilience Centre í Stokkhólmi

​ 

​  15.25–15.30  Lokaorð 

  • Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra Íslands

 

​Fundarstjóri: Katy Harris, Senior Policy Fellow, Stockholm Environment Institute (SEI) 

 

Kynningin fer fram á ensku.

Rannsóknarvefþing 09.00–11.00

Á rannsóknarvefþinginu verður kafað dýpra í NNR2023. Á vefþinginu munu nokkrir af sérfræðingunum á bak við NNR fara ítarlega yfir rannsóknaraðferðir, uppfærslur og nýjungar í NNR2023.

Skráning á rannsóknarvefþingið

9.00–9.05 Setning

  • Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

9.05–9.30 Inngangur og samantekt

  • Rune Blomhoff, formaður vinnuhóps um NNR2023, Háskólanum í Ósló og Háskólasjúkrahúsi Óslóar, Noregi

 

9.30–9.45 A novel cutting-edge methodology for setting recommendations

  • Jacob Juel Christensen, Háskólanum í Ósló, Noregi

9.45–10.00 The main scientific foundation

  • Rikke Andersen, Tækniháskóla Danmerkur, Danmörku

10.00–10.10 Kaffi

10.10–10.25 The new nutrient recommendations

  • Eva Warensjö Lemming, Matvælastofnun Svíþjóðar og Háskólanum í Uppsala, Sweden

10.25–10.40 Food recommendations for improved health

  • Inga Þórsdóttir, Háskóla Íslands og Landspítalanum

10.40–10.55 Integration of environmental aspects

  • Maijaliisa Erkkola, Háskólanum í Helsinki, Finnlandi

10.55–11.00 Lokaorð

  • Rune Blomhoff, formaður vinnuhóps um NNR2023, Háskólanum í Ósló og Háskólasjúkrahúsi Óslóar, Noregi

 

Fundarstjóri: Åsa Sandberg

Vefþingið fer fram á ensku.

Blaðamannafundur 8.00–8.45

Haldinn verður blaðamannafundur í tengslum við kynninguna þar sem eftirfarandi taka þátt:

  • Rune Blomhoff, prófessor við háskólann í Ósló og verkefnisstjóri Norrænna næringarráðlegginga 2023
  • Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Stefanos Fotiou, framkvæmdastjóri Samræmingarskrifstofu matvælakerfa og skrifstofu sjálfbærrar þróunar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ

 

Öllum er velkomið að fylgjast með blaðamannafundinum.

Skráning á blaðamannafundinn

Blaðamannafundurinn fer fram á ensku.

 

Upplýsingar for the press: 

Blaðamenn og ljósmyndarar verða að skrá sig í síðasta lagi 16. júní. Gerð er krafa um gildan fjölmiðlapassa. Tengiliður: Anna Rosenberg, annros@norden.org

Contact information