State of the Nordic Region 2020

State of the Nordic Region 2020
Photographer
Tina Bosse, Unsplash
State of the Nordic Region 2020 veitir einstaka sýn bak við tjöldin á samþættasta svæði heims sem samanstendur af Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð ásamt Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum.

Ítarlegt yfirlit um Norðurlönd

Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Þegar svæðis- og sveitarstjórnarstigin eru skoðuð nánar kemur í ljóst hvernig Norðurlöndin eru að færast nær þessu takmarki. Þetta einstaka rit er mikilvægt verkfæri til þess að koma auga á og greina breytingar innan landanna og milli þeirra til skemmri og lengri tíma. Hvernig raungerum við framíðarsýnina? Og hvað ætti að gera meira?

The State of the Nordic Region 2020 kynnir fjölda staðreynda og talna sem sýna stöðuna eins og hún er nú á sviði félags- og efnahagsmála. Þar er að finna þrjú meginefnissvið. Sökktu þér í það efni sem þér finnst áhugaverðast:

Lýðfræði

Fólki á Norðurlöndum hefur fjölgað um 18% síðan 1990. En stækkun borga, minnkandi frjósemi og auknar lífslíkur breyta lýðfræðilegri mynd norrænna svæða og sveitarfélaga. Búist er við að þessi langtímaþróun muni móta norræn samfélög og reyna á norræna velferðarkerfið á komandi árum.

Vinnumarkaður

Atvinnuþátttaka hefur aukist á öllum Norðurlöndunum síðustu tvö ár. Full atvinnuþátttaka er einn af hornsteinum þess sem kallað er norræna líkanið og sögulega hefur atvinnuþátttaka á Norðurlöndum verið sambærileg milli landanna, sérstaklega meðal kvenna og eldra fólks á vinnumarkaði.

Hagkerfi

Launamunur á Norðurlöndum er tiltölulega lítill, atvinnustig hátt og skattlagning há. Við þetta bætast há gæði menntunar og félagslegt öryggi sem stuðlar að litlum tekjuójöfnuði, undir meðaltali OECD. Samt sem áður fer launamunur vaxandi á Norðurlöndum eins og í öðrum löndum.

Auk þess má lesa um:

State of the Nordic Region 2020 er unnin af Nordregio og gefin út af móðurstofnun okkar, Norrænu ráðherranefndinni.