COP27: Norðurlönd geta rutt brautina fyrir sjálfbært mataræði
Heilnæmt og sjálfbært mataræði þarf að vera kjarninn í loftslagsaðgerðum til að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 °C og ná markmiðum um sjálfbæra þróun. Þetta voru skilaboðin frá pallborðsumræðum háttsettra norrænna embættismanna á umhverfisráðstefnunni COP27.