Norrænar matarvenjur innblástur á leiðtogafundi SÞ um sjálfbær matvælakerfi

24.06.21 | Fréttir
studenter som äter i skolmatsal
Photographer
John Randeris/RitzauScanpix
Með afburða ráðleggingum um mataræði, lítilli notkun sýklalyfja í dýraeldi og æ minni matarsóun hafa Norðurlönd forsendur til að verða leiðandi á heimsvísu í umskiptunum til sjálfbærs matvælakerfis. Í dag lýstu norrænu ráðherrarnir á sviði matvæla, fiskveiða, fiskeldis, landbúnaðar og skógræktar yfir fullum stuðningi við væntanlegan leiðtogafund SÞ um sjálfbær matvælakerfi. Með yfirlýsingunni leggja þeir sitt af mörkum til alþjóðastarfs en skuldbinda sig einnig til stuðnings við málefnið heima fyrir.

Milljónir manna í heiminum þjást vegna hungurs, vannæringar og lélegs mataræðis. Hvernig má tryggja mataröryggi fyrir sívaxandi fjölda jarðarbúa á hátt sem er sjálfbær fyrir náttúru og loftslag en einnig samfélagslega ásættanlegur og mögulegur fjárhagslega?
 

 

Matarframleiðsla í heiminum hefur mikil áhrif á loftslagið og er einn orsakavaldur þess neyðarástands sem ógnar líffræðilegri fjölbreytni. Að auki geta slæmar matarvenjur leitt til ofþyngdar og fjölda algengra sjúkdóma. 

Matur lykillinn að sjálfbærni

Þar sem matur er greinilega lykillinn að mörgum af heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun efna Sameinuðu þjóðirnar til leiðtogafundar um matvælakerfi í september.

Þar munu Norðurlönd gegna mikilvægu hlutverki, að mati ráðherranna á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Fundur þeirra þann 24. júní var að stórum hluta helgaður undirbúningi fyrir leiðtogafundinn. 

Norðurlönd vilja deila þekkingu sinni og reynslu með umheiminum og jafnframt eru löndin reiðubúin til að auka framlag sitt, bæði sitt í hverju lagi og sameiginlega. 
 

Sjálfbærni í norrænum ráðleggingum um mataræði

„Í alþjóðlegum samanburði eru Norðurlönd í fremstu röð hvað varðar sjálfbæra þróun. Löndin hafa unnið mikilvægt starf til að auka sjálfbærni í matvælakerfum og geta þannig gefið gott fordæmi á alþjóðavettvangi. Við viljum styrkja forystustöðu okkar enn frekar. Í þessu starfi er mikilvægt að sjá allar þrjár hliðar sjálfbærrar þróunar: umhverfið, efnahagsmálin og samfélagið,“ segir Jari Leppä, ráðherra landbúnaðar og skógræktar í Finnlandi og formaður ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt í ár.

 


Norrænar næringarráðleggingar eru dæmi um norrænt starf á sviði lýðheilsu þar sem litið er til lengri tíma, og nú er unnið að því að samþætta sjálfbærni inn í ráðleggingarnar. 
 

Sameiginleg skilaboð á fundi SÞ

Ráðherrarnir urðu ásáttir um sameiginleg skilaboð til stuðnings leiðtogafundi SÞ í september, Food Systems Summit 2021.

 

Þeir skrifa meðal annars að löndin vinni ötullega að því að draga úr matarsóun, sporna gegn sýklalyfjaónæmi, aðlagast loftslagsbreytingum og þróa sjálfbæra framleiðslu matvæla úr hafi. 

 

Ráðherrarnir skrifa: „The Nordic countries reiterate their full support for the UN Food Systems Summit and continue to work actively with the global community to reach a real solutions’ summit.“ 
 

Draga verður úr áhrifum matvælaframleiðslu á loftslagið, en Norðurlönd kanna nú einnig möguleika á því að binda kolefni í landbúnaðar- og skógræktarlandi. Á borði ráðherranna lá ný skýrsla með sex tillögum sem geta eflt norrænt samstarf um kolefnisbindingu – þar á meðal tillögu að samnorrænni vottun fyrir ræktendur sem auka hlutfall kolefnis í jarðvegi