Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

20.08.19 | Fréttir
Nominerade till Nordiska rådets filmpris 2019

De nominerade till Nordiska rådets filmpris 2019 presenterades under Den Norske Filmfestivalen i Haugesund den 20 augusti.

Photographer
Grethe Nygaard, Haugesund Film Festival

Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 voru kynntar á kvikmyndahátíðinni í Haugesund í Noregi þann 20. ágúst.

Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Hinar tilnefndu myndir voru kynntar á viðburðinum „New Nordic Films“ á kvikmyndahátíðinni í Haugesund í Noregi þann 20. ágúst. Ein myndanna er heimildarmynd og tvær eru fyrstu kvikmyndir viðkomandi leikstjóra í fullri lengd.

Dómnefndir í hverju landi hafa tilnefnt eftirfarandi fimm myndir til kvikmyndaverðlaunanna í ár:

Verðlaunamyndin kynnt 29. október

Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verður kynntur þann 29. október á verðlaunahátíð sem fram fer í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.

Um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Kvikmyndaverðlaunin eru veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunaverkið á að vera heilsteypt og einkennast af frumlegu listfengi.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2002 og eru nú veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins fyrir bókmenntir, tónlist og starf að umhverfismálum. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs.

Hér er hægt að sjá bestu norrænu kvikmyndirnar í haust

Í haust verða hinar fimm tilnefndu myndir sýndar á eftirtöldum viðburðum og stöðum víða um Norðurlönd:

  • Love & Anarchy – Helsinki International Film Festival, 19.–28. september                                              
  • Bíó Paradís, Reykjavík, 15.–20. október
  • Cinemateket, Ósló, 25.–27. október
  • Grand teatret, Kaupmannahöfn, 27. október
  • Best of Norden, Stokkhólmi, 27.–28. október

Dagskrá og nánari upplýsingar (nordiskfilmogtvfond.com)

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Markmið verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.