Ungt fólk telur ríkisstjórnir og SÞ bera ábyrgð á að leysa náttúrukreppuna – en vill leggja sitt af mörkum

13.04.21 | Fréttir
unga demonstrerar mot gruvdrift
Photographer
Oddleiv Apneseth/norden.org
Ungt fólk sem er virkt á sviði umhverfismála hefur miklar áhyggjur af undanhaldi tegunda og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem 2.200 einstaklingar af öllum Norðurlöndum svöruðu. Svörin á að nota til þess að setja fram kröfur gagnvart ríkisstjórnum og samningi SÞ um líffræðilega fjölbreytni sem framundan er.

Í vaxandi mæli er nú litið á náttúrukreppu sem knýjandi framtíðarverkefni samhliða loftslagsbreytingunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við svo alvarlegum vanda á sviði líffræðilegrar fjölbreytni að aðgengi að mat, hreinu lofti og vatni sé í hættu.

 

Í nýrri könnun kemur fram að unga fólkið er vel að sér um kreppunna og áhugi er á að bregðast við henni.

„Mikilvæg skilaboð“

82 prósent svarenda hafa „miklar áhyggjur“ af undanhaldi líffræðilegrar fjölbreytni.

Niðurstöður úr könnuninni okkar sýna með skýrum hættu að ungt fólk hefur áhyggjur af líffræðilegri fjölbreytni og og við erum tilbúin til þess að gera eitthvað raunhæft til þess að stöðva undanhald hennar. Þetta eru mikilvæg skilaboð til norrænna valdhafa, segir Emma Susanna Turkki sem hefur tekið þátt í gerð rannsóknarinnar og er danskur fulltrúi í Nordic Youth Biodiversity Network.

Tengja líffræðilega fjölbreytni við loftslagsmál

81 prósent svara því að líffræðileg fjölbreytni sé fyrst og fremst mikilvæg til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.

 

73 prósent líta svo á að hún sé leggi grunninn að mat, vatni og skjóli sem öllu stafar hætta af hröðu undanhaldi tegunda og vistkerfa.

Svarendur áttu að meta ábyrgð ýmissa aðila (SÞ og ESB, ríkisstjórnir einstakra ríkja, sveitarfélög, einkafyrirtæki og félagasamtök) á því að tryggja sjálfbæra framtíð.

Svarendur töldu að „mjög mikla ábyrgð“ bæru ríkisstjórnir einstakra ríkja (76 prósent) og alþjóðlegar stofnanir svo sem SÞ og ESB (71 prósent)

Svörin eiga að þrýsta á SÞ

Svörin verða notuð til þess að móta kröfur í alþjóðlegu viðræðunum um heimsmarkmið um líffræðilega fjölbreytni sem framundan eru.

Í nokkrum spurningum í könnuninni var spurt um stuðning við nokkrar leiðir sem máli skipta í samningum SÞ sem nú standa yfir um ný markmið um líffræðilega fjölbreytni. Þær snúa meðal annars að því hvernig fjármagna eigi ráðstafanir í endurskoðuðum samningi og hvort hann eigi að vera lagalega bindandi.

Stuðningur við samábyrgð um fjármögnun

Helmingur svarenda telur að efnaðri ríki eigi að borga meira og 36 prósent svarenda að fyrirtæki sem eru hættuleg umhverfinu eigi að bera fjárhagslega ábyrgð.

Hópur ungs fólks hefur á grundvelli könnunarinnar og fjölmargra vinnustofa skrifað tillögu að stöðuskjali (Position Paper) þar sem lagðar eru fram kröfur gagnvart samningum SÞ og til norrænu ríkisstjórnanna, tillaga sem nú á að ræða á stafrænum umræðufundi (Townhall) og senda til umsagnar ungmennahreyfinga.

Ekki nóg að fagna

Í niðurstöðunum kemur einnig fram ríkur vilji unga fólksins til þess að breyta um lífsstíl og draga úr neyslu á fatnaði (90 prósent svarenda), kjöti (85 prósent svarenda) og mat sem er langt að kominn, að gera við í stað þess að henda farsímum og tölvum og kaupa notað í ríkara mæli.

79 prósent þeirra sem svöruðu styðja þá fullyrðingu að virkja eigi ungt fólk í pólitískum ákvörðunum sem snúa að umhverfismálum.


„Sífellt fleiri lönd leggja áherslu á þátttöku ungs fólks. En það er ekki nóg að hlusta og taka því sem við segjum fagnandi, við verðum að sjá áþreifanlegar tillögur og aðgerðir sem raunverulega tryggja ungu fólki þátttöku bæði í ákvarðanatöku og framkvæmd þegar samningurinn er í höfn,“ segir Gustaf Zachrisson, nemi og sænskur fulltrúi í Nordic Youth Biodiversity Network.

 

UPPLÝSINGAR Svona var könnunin unnin:

Skoðanakönnunin var unnin af hópi ungra Norðurlandabúa í gegnum samstarfsnetið Nordic Youth Biodiversity Network með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs.

Könnuninni var dreift til ungs fólks á aldrinum 13 til 30 ára gegnum ungmenna- og umhverfisverndarsamtök um öll Norðurlönd. 2200 ungmenni með áhuga og umhverfis- og loftslagsmálum á öllum Norðurlöndum svöruðu könnuninni í mars.

UPPLÝSINGAR Þessi svöruðu könnuninni:

  • Af þeim 2268 sem svöruðu voru 787 frá Danmörku, 512 frá Svíþjóð, 37 frá Færeyjum, 265 frá Noregi, 541 frá Finnlandi, 64 frá Íslandi, 16 frá Álandseyjum og 12 frá Grænlandi.
  • 70 prósent svarenda voru konur og 30 prósent karlar.
  • 72 prósent svarenda voru með háskólamenntun eða stunda nám á háskólastigi. 24 prósent voru með framhaldsskólamenntun eða stunda nám á framhaldsskólastigi.
  • 40 prósent svarenda búa í borgum, 33 prósent í sveit eða í litlum bæjum.

TENGILIÐIR VIÐ FJÖLMIÐLA:

Gustaf Zachrisson, nemi og sænskur fulltrúi í Nordic Youth Biodiversity Network:

zachgustaf@gmail.com

 

Emma Susanna Turkki, nemi og danskur fulltrúi í Nordic Youth Biodiversity Network: emmaturkki@gmail.com og

 

Anna Rosenberg, upplýsingaráðgjafi í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði

sími: +45 29692941, netfang: annros@norden.org