Norræna efnahagsnefndin

Efnahagsnefndin var sett á laggirnar utan við formlegt ríkisstjórnarsamstarf, en allt frá árinu 2004 hefur hún starfað á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um efnahags- og fjármálastefnu (MR-Finans). Í nefndinni sitja fulltrúar fjármálaráðuneyta landanna og skiptast þeir á upplýsingum um efnahagsþróun og efnahagsástand á Norðurlöndum. Nefndin vinnur skýrsluna „Ekonomiska utsikter i Norden“ um efnahagshorfur á Norðurlöndum fyrir árlega haustfundi norrænu fjármálaráðherranna.