Málasvið
Hér fæst innsýn í fjölmarga málaflokka og málefni, sem Norðurlönd vinna saman að.

Velferðarþjónusta fyrir alla
Norrænt samstarf um félags- og heilbrigðismál hefur það að markmiði að allir norrænir þegnar njóti félagslegs öryggis og félagslegra réttinda. Lögð er áhersla á að fyrirbyggja félagslegan ójöfnuð og koma í veg fyrir útskúfun viðkvæmra hópa sem standa höllum fæti í samfélaginu.