Málasvið
Hér fæst innsýn í fjölmarga málaflokka og málefni, sem Norðurlönd vinna saman að.

Stafræn umskipti og nýsköpun
Tilgangurinn með norrænu samstarfi um stafræna væðingu er að leggja áherslu á Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sem samhangandi og samþætt stafrænt svæði. Sameiginlegar norrænar aðgerðir nýtast borgurum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Jafnrétti og LGBTI
Í meira en fjörutíu ár hafa norrænu löndin unnið að því í sameiningu að auka jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Jafnrétti kynjanna er ein af forsendum þess að norræna líkanið hefur skilað þeim árangri sem raun ber vitni og orðið ein af meginstoðum norrænu velferðarsamfélaganna.

Velferðarþjónusta fyrir alla
Norrænt samstarf um félags- og heilbrigðismál hefur það að markmiði að allir norrænir þegnar njóti félagslegs öryggis og félagslegra réttinda. Lögð er áhersla á að fyrirbyggja félagslegan ójöfnuð og koma í veg fyrir útskúfun viðkvæmra hópa sem standa höllum fæti í samfélaginu.