Markmið matsrannsóknar

01.05.18 | Verkefni
Verkefninu 2030 kynslóðin er ætlað að styðja norrænu ríkin í innleiðingu Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðanna 17 um sjálfbæra þróun á Norðurlöndum. Verkefnið stendur árin 2017-2020 og hefur matsrannsókn verið tengd verkefninu þetta tímabil í þeim tilgangi að tryggja gæði við framkvæmd 2030 kynslóðarinnar. Matsrannsóknin á að beinast að markmiðum áætlunarinnar, aðgerðum og verkefnum í heild.

Upplýsingar

Dagsetning
01.05.2018 - 01.06.2020

Gaia Consulting vann útboðið um matsrannsókn á verkefninu 2030 kynslóðin og hópur sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar og Dagskrár 2030 frá hinu finnska ráðgjafafyrirtæki mun fylgjast með verkefninu frá ágúst 2018. Matsrannsókninni er auk þess ætlað að gera tillögur um hvernig hægt verði að halda starfinu áfram eftir að verkefninu 2030 kynslóðin er lokið.