Norræn sveitarfélög og Dagskrá 2030

01.01.18 | Verkefni
Framkvæmd Dagskrár 2030 er stýrt stjórnvöldum á landsvísu í hverju landi en sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í sjálfri innleiðingunni. Þau standa íbúunum næst, fyrirtækjunum á hverjum stað og almennum félagasamtökum. Norrænu ríkin eru oft í efstu sætin á listum yfir það hvernig gengur að ná sjálfbærnimarkmiðunum. Samt sem áður eru yfirvöld sveitarfélaga víða á Norðurlöndum nýfarin að tengja sjálfbærnivinnu sína beint við sjálfbærnimarkmiðin

Upplýsingar

Dagsetning
01.01 - 30.11.2018

Norræna ráðherrranefndin hefur þess vegna, innan vélbanda verkefnisins 2030 kynslóðin, falið Nordregio, rannsóknarstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, að gera yfirlit yfir sveitarfélög og svæði á Norðurlöndum sem eru frumkvöðlar í vinnu sinni að Dagskrá 2030. Skýrslan „Global Goals for Local Priorities“ var kynnt haustið 2018 en þar er birt yfirlit yfir 27 sveitarfélög og svæði á Norðurlöndum sem eru frumkvöðlar í vinnu sinni að Dagskrá 2030 og lýst forgangsröðun þeirra og verkefnum. Einnig er fjallað um áskoranir og lykilþætti í velgengni í vinnunni við sjálfbærnimarkmiðin. Skýrslan á að veita sveitar- og svæðisstjórnum hugmyndir að því hvernig þær geta innleitt 2030-markmiðin og upplýsa sérfræðinga og stjórnmálamenn um hvernig styðja megi við starf sveitarfélaganna á þessu sviði.