Norrænar orkulausnir

23.07.18 | Verkefni
Nordic Energy Solutions
Ljósmyndari
Scanpix.dk
Parísarsamkomulagið og landsmarkmiðin um minnkun losunar (NDC) leggja áherslu á mikilvægi þess að örva enn frekar vöxt í notkun endurnýjanlegrar orku í þeim tilgangi að takmarka hlýnun í heiminum við tvö hitastig. Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að framfylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um „Sjálfbæra orku fyrir alla“, heima fyrir og um heim allan.

Upplýsingar

Dagsetning
01.01.2017 - 31.12.2019

Norrænar orkulausnir eiga að koma til viðbótar við en ekki endurtaka fyrirliggjandi lausnir og skipulag í löndunum og alþjóðlega. Norræna ráðherranefndin skapar virðisauka sem hvati og heiðarlegur miðlari.

Mikil gróska er á Norðurlöndum í framleiðslu orkukerfa (sólarorku, vindorku, vatnsorku, jarðhita og lífmassa) og hafa framleiðendur hug á að láta til sín taka í þróunarlöndum. Norðurlandaþjóðirnar hafa aldarlanga reynslu af samstarfi um dreifingarkerfi milli landanna. Þjóðirnar vinna saman að því að bæta orkuöryggi, hanna raforkumarkað af fremstu gerð og setja reglur.

Löndin hafa víðtæka reynslu af fjármögnun verkefna. Öflugar fjárfestingarstofnanir (lífeyrissjóðir) vilja fjárfesta í endurnýjanlegri orku og norrænar fjármögnunarstofnanir, Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa hug á að auka umsvif sín.

Norrænar orkulausnir leitast við að kynna norrænar lausnir, bæta aðgang að endurnýjanlegri orku, nýta sóknarfæri í útflutningi og efla samkeppnisfærni norrænna fyrirtækja á sviði endurnýjanlegrar orku.

Meðal helstu verkefna verður að kanna hvar pottur er brotinn í stefnu um endurnýjanlega orku, fjármögnun og tækni í þróunarlöndum og finna leiðir til úrbóta í þeim tilgangi að greiða fyrir frekari fjárfestingum. Verkefnið mun einbeita sér að fáeinum löndum þar sem norræn stjórnvöld, fyrirtæki og aðrar stofnanir eru fyrir og búið er að kanna hvernig hægt er að færa út kvíarnar.

Nánari upplýsingar:

Hafið samband við:

Svend Søyland verkefnisstjóra, svend.soyland@nordicenergy.org