Norrænt meistaranám

24.07.18 | Verkefni
Studerende på et bibliotek
Photographer
Yadid Levy/Norden.org
Í Norrænu meistaranámi (Nordic Master Programme) fá nemar þekkingu og reynslu frá allt að þremur norrænum löndum í meistaranámi sem fram fer á ensku. Þetta er hæfni sem ekki er hægt að öðlast í hverju og einu landi.

Upplýsingar

Dates
01.01.2018 - 31.12.2019

Hreyfanleiki og gæði eru leiðarljós norræna meistaranámsins. Auk þess að vera meistaranám þar sem gerðar eru miklar kröfur skapar námið sameiginlegan norrænan menntagrunn og stuðlar um leið að frjálsi för þekkingar milli landanna.

Samnorræna meistaranámið veitir nemunum tækifæri til þess að eiga heima og stunda nám í tveimur norrænum ríkjum að lágmarki þau tvö ár sem áætlunin stendur.

Fjölbreytilegir möguleikar

Þær námsleiðir sem heyra undir norrænt meistaranám eiga það sameiginlegt að vera allar á ensku og nema að minnsta kosti 120 ECTS. Að öðru leyti er fjölbreytileikinn mikill. Dreifing þeirra 25 samnorrænu leiða í meistaranámi sem hingað til hafa verið fyrir hendi nær til ólíkra sviða. Öll fræðasvið geta sótt um fjármagn. 

Ánægðir nemar

Spurningalistar og viðtöl sýna að nemar í norrænu meistaranámi eru afar ánægðir með verkefnið.  Nemarnir kunna sérstaklega vel að meta hreyfanleikann í verkefninu og heil 70 prósent þeirra segja að það hafi ekki síst verið sá þáttur sem hvatti þau til þess að fara í norrænt meistaranám.

Verkefnið hefur laðað að bæði norræna og alþjóðlega nema. Nú eru um 40 prósent nemanna frá Norðurlöndum, 20 prósent frá öðrum Evrópuríkjum og 40 prósent nemanna koma frá ríkjum utan Evrópu. 

Hvernig er norrænu meistaranámi komið á fót?

Að minnsta kosti þrír norrænir háskólar geta sótt sameiginlega um fjármagn sem nemur 1,5 milljónum danskra króna frá Norrænu ráðherranefndinni til þess að koma á fót norrænu meistaranámi. Í hverju verkefni annast einn háskóli stjórnun verkefnisins. Að minnsta kosti tveir aðrir háskólar skulu vera samstarfsaðilar.
Utbildningsstyrelsen (fræðsluyfirvöld) í Finnlandi hefur umsjón með norrænu meistaranámi.