Norrænt samstarfsnet frjálsra félagasamtaka um Dagskrá 2030

01.06.18 | Verkefni
Norræna ráðherranefndin hefur látið vinna verkefni til þess að koma á fót norrænu samstarfsneti frjálsra félagasamtaka vegna innleiðingar Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðanna 17 um sjálfbæra þróun. Þetta er liður í verkefninu 2030 kynslóðin. Norræna ráðherranefndin fól þetta verkefni 92-gruppen, dönskum regnhlífarsamtökum umhverfis og þróunarsamtaka.

Upplýsingar

Dagsetning
01.06.2018 - 31.12.2019

Norræna samstarfsnetið mun vinna að sameiginlegum umræðum, þekkingarmiðlun og verkefnum. Í verkefninu verða norræn reynsla og álitaefni tekin saman og leitað sameiginlegra lausna sem með samræðum við ráðamenn geta leitt til þess að bæta innleiðingu Dagskrár 2030

Í verkefninu felst meðal annars aukin samræming milli norrænna samstarfsneta frjálsra félagasamtaka, sameiginlegur norrænn fundur haustið 2018, þátttaka í samráðsfundum verkefnisins 2030 kynslóðin vorið 2019 og að standa að hliðarviðburði á leiðtogafundi Sameinuðu þjoðanna í New York 2019. Auk þess mun greining með tillögum sem byggja á niðurstöðum reynslu og bestu starfsvenjum á Norðurlöndum verða afurð verkefnisins.