Ráðstefnan ReGeneration 2030

01.12.17 | Verkefni
Í verkefninu 2030 kynslóðin er lögð áhersla á að börn og ungmenni séu virk í leit að lausnum og forgangsröðun við að ná markmiðum Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun í norrænu ríkunum. Áætlunin hefur þess vegna veitt styrki til þess að halda þrjár ReGeneration 2030 ráðstefnur á Álandseyjum 2018, 2019 og 2020.

Upplýsingar

Dagsetning
01.12.2017 - 31.10.2020

ReGeneration 2030 er ungmennahreyfing fyrir Dagskrá 2030 sem er skipuð ungu fólki frá ríkjum Eystrasaltssvæðisins. Á þessum árlegu leiðtogafundum ungmenna mun koma saman ungt fólk frá öllu Eystrasaltssvæðinu til þess að ræða og leggja til lausnir til að ná markmiðum Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun.