Sjálfbær neysla og framleiðsla
Upplýsingar
Sjálfbær neysla og framleiðsla er víðfeðmt málefni sem felur meðal annars í sér nýtingu auðlinda, efnavöru, opinber innkaup, ferðamennsku og margt fleira. Norræna ráðherranefndin hefur þess vegna látið vinna greiningu á því hvernig Norðurlöndin standa varðandi innleiðingu 12. markmiðsins.
Greiningin „Sustainable Consumption and Production – An Analysis of Nordic Progress Towards SDG 12, and the Way Ahead“ var unnin af PlanMiljø og var kynnt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í júlí 2018.