Norræn samstarfsáætlun um jafnréttismál 2019–2022 (framlengd til 2024)

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Samstarf Norðurlandanna auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands um jafnréttismál á með beinum og skilvirkum hætti að stuðla að því að fullt jafnrétti ríki á Norðurlöndunum. Virk stefna í jafnréttismálum, sem gagnast ekki aðeins einstaklingum heldur samfélaginu öllu, er forsenda aukins jafnréttis. Sjálfbærni til framtíðar er undir því komin að horft sé til færni og reynslu kvenna og karla, stúlkna og drengja og að kynin njóti jafnra tækifæra til að hafa áhrif. Norræna samstarfsáætlunin um jafnréttismál árin 2019–2022 hefur að geyma fjögur stefnumarkandi áherslusvið, þ.e. vinnumarkað framtíðarinnar og hagvöxt; velferð, heilsu og lífsgæði; völd og áhrif; og jafnréttisstarf með áherslu á karla og karlmennskuímyndir. Áætlunin miðar einnig að opnu og sýnilegu samstarfi um jafnréttismál og gerir samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í Norrænu ráðherranefndinni hátt undir höfði. Árið 2021 ákvað Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál LGBTI að norræna samstarfsáætlunin um jafnréttismál 2019–2022 yrði framlengd til ársins 2024.
Publication number
2019:702