Viðauki við Norræna samstarfsáætlun um jafnréttismál 2019–2022

Jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks á Norðurlöndum

Upplýsingar

Útgáfudagur
Lýsing
Norðurlönd hafa löngum verið framsækin í málefnum LGBTI fólks í alþjóðlegum samanburði. En þrátt fyrir bætta löggjöf eru mörg viðfangsefni enn óleyst áður en LGBTI fólk fær notið sömu tækifæra og réttinda og annað fólk. Árið 2020 hófu jafnréttisráðherrar Norðurlanda formlegt samstarf innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnrétti og jafnræði LGBTI fólks á Norðurlöndum. Textinn er viðauki við Norræna samstarfsáætlun um jafnréttismál 2019–2022. Viðaukinn er stjórntæki í norrænu samstarfi um málefni LGBTI fólks og tilgreinir helstu forgangsmál samstarfsins þar til gildistíma áætlunarinnar lýkur, 31. desember 2022.
Útgáfunúmer
2021:711