Hvað þykjast Norðurlandabúar hafa að segja um sjálfbærni?

Think Nordic! Podcast: Who are the Nordics to talk about sustainability?

EU commissioner for Climate Action Connie Hedegaard, professor Johan Rockström from the Potsdam Institute for Climate Impact Research, and President of Wise Europa Think Tank Maciej Bukowski

Ljósmyndari
Robert Bednarczyk

Hlustið á Think Nordic! Hlaðvarp:

Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.

Það orð fer af Norðurlöndum að þau séu í forystu á sviði sjálfbærni en um leið felst mikil áskorun í gríðarmikilli neyslu. Hvernig geta norrænar loftslagslausnir komið að gagni í öðrum heimshlutum.

Hlustið á Spotify

Í þessum þætti í Think Nordic! hlaðvarpsþáttaröðinni ræða, fyrrum fulltrúi loftslagsmála hjá ESB Connie Hedegaard, prófessor Johan Rockström frá rannsóknarstofnun um loftslagsáhrif í Potsdam og formaður Wise Europa Think Tank Maciej Bukowski hvað felst í norræna líkaninu um sjálfbærni og hvernig hægt sé að innleiða það í öðru samhengi.

Traust er grunnur sjálfbærni á Norðurlöndum

„Norðurlandabúar hafa ekki endilega meiri áhyggjur af umhverfismálum en fólk annars staðar í heiminum. Það er traustið og öflugar stofnanir í löndunum sem hafa leitt til þess að í mörg ár hafa verið innleiddir umhverfisskattar og reglur,“ segir Johan Rockström í hlaðvarpsþættinum sem tekinn var upp með áheyrendum í Norræna skálanum á COP24 í Katowice í Póllandi. 

Connie Hedegaard telur að einmitt þannig eigi hlutirnir að vera. „Lög og reglur eiga að styðja við að hlutirnir séu gerðir á réttan hátt. Þetta snýst ekki bara um vellíðan - umhverfisaðgerðir skapa störf og hagvöxt,“ segir hún.

Johan Rockström lítur svo á að Norðurlöndin séu fyrirmynd um hvernig aftengja megi kolefnislosun og hagvöxt. „Í stuttu máli snýst þetta um að skattleggja óæskilega hegðun og greiða niður æskilega hegðun. Þetta hljómar einfalt en tekur tíma og byggist á trausti á stjórnvöldum,“ bætir Connie Hedegaard við og heldur áfram að útskýra hvernig hrein tækni hefur verið vaxandi grein á Norðurlöndum árum saman.

Jákvæðir hvarfpunktar norrænna lausna

„COP24 í Katowice er staðsett í miðju héraði þar sem kolanámur hafa verið ein aðaldriffjöður hagvaxtar. Til að taka á loftslagsmálum þurfa kolin að vera um kyrrt í jörðinni. Hér eru loftslagsbreytingar að miklu leyti samfélagsmál. Við verðum að umbreyta samfélagi sem hefur verið háð kolum í 250 ár,“ segir Maciej Bukowski. Hann telur að norræna líkanið og norrænar lausnir geti veitt Póllandi hugmyndir en bendir jafnframt á nauðsyn þess að umbreytingarnar eigi sér stað í samstarfi við almenning.

Loftslagslausnir þarf að laga að hverjum stað fyrir sig, sama hvar verið er að innleiða þær. „Á sama hátt og við reynum að komast hjá neikvæðum hvarfpunktum varðandi loftslagsbreytingar verðum við að sjá að við eigum möguleika á jákvæðum hvarpunktum þar sem lausnir eru innleiddar og lagaðar að þörfum um allan heim. Þetta er það sem norrænar lausnir geta gert,“ segir Johan Rockström.

Hlustið að hlaðvarpsþáttinn í heild til að fræðast um hvernig neysla hefur áhrif á vistspor Norðurlandanna, um samspil stjórnvalda og fyrirtækja og um það hvernig norræn fyrirtæki eru að undirbúa lágkolvetnaframtíð. Þú finnur Think Nordic! hlaðvarpið alls staðar þar sem hægt er að hlusta á hlaðvarp og efst á þessari síðu.