Almedalsvikan 2021

Almedalen 2016: Áfram Ísland!
Photographer
Victoria Henriksson/Norden.org
Almedalsvikan verður á þessu ári haldin 4.-7 júlí. Almedalsvikan verður öðruvísi í ár vegna þess að hún verður fyrst og fremst stafrænn viðburður og stendur í fjóra daga.

Norræna ráðherranefndin tekur þátt í dagskránni ásamt Norðurlandaráði og fleiri aðilum sem verða með viðburð þriðjudaginn 6. júlí, kl. 13-16. Allar umræður verða sendar út stafrænt frá Stokkhólmi.

Flokkar með fulltrúa á sænska þinginu hafa áður verið hver með sinn dag á Almedalsvikunni. Á þessu ári stendur Almedalsvikan í fjóra daga þannig að flokkarnir skipta dögunum á milli sín.

Almedalsveckan Play er vettvangurinn sem þarf að tengjast til að taka þátt í Almedalsvikunni í ár. Þar má fylgjast með og taka þátt í viðburðum þar sem aðstandendur þeirra varpa fram spurningum sem á þeim brenna. Ekki þarf að skrá sig til þess að nota Almedalsveckan Play.

Upptökur af beinum útsendingum

Hver hafa áhrif kórónuveirufaraldursins verið á norrænt samstarf?

Aðlögun: jafnar aðstæður í kreppu?

Hver hafa áhrif kórónuveirufaraldursins verið á samþættingu á Norðurlöndum? Hvers vegna hefur heimsfaraldurinn bitnað svona illa á innflytjendum? Í fjölmiðlum og pólitískri umræðu er oft dregin upp sú mynd að málskilningur og ólík menning vegi þungt en rannsóknir benda til þess að aðrir þættir skipti þarna sköpum. Í nýrri rannsókn er bent á ýmsa undirliggjandi þætti sem hafa leitt til mikils smits og hærri dánartíðni á félagslega viðkvæmum svæðum. Kerfislægir þættir og ójöfnuður hafa þar komið við sögu fremur en tungumálaörðugleikar og menningarlegur bakgrunnur. Þessir þættir gera íbúunum erfitt fyrir og jafnvel ómögulegt að fylgja þeim reglum sem settar eru. Í umræðunum kynnir fræðifólkið niðurstöður rannsóknarinnar og í kjölfarið ræða fulltrúar svæða þar sem hlutfall innflytjenda er hátt um skýrsluna og miðla af reynslu sinni af faraldrinum. Við heyrum einnig í fulltrúum þeirra stjórnvalda norrænu landanna sem bera ábyrgð á því að draga úr aðgreiningu milli íbúasvæða. Hvaða lærdóma má draga varðandi næstu faraldra og til framtíðar?

Frá stefnumótun til viðskipta

Umræðufundir okkar á Almedalsvikunni 2021

6. júlí, kl. 13.00 - Hver hafa áhrif kórónuveirufaraldursins verið á norrænt samstarf?

Norðurlönd ætla sér að verða samþættasta svæði heims. Frjáls för, menningarsamstarf og verslun milli norrænu landanna hefur styrkt okkur. Straks með flóttamannavandanum 2015 sáum við að hægt að að loka landamærunum milli landa okkar. Í heimsfaraldrinum varð daglegt brauð að fylgjast með því hvernig mismunandi takmarkanir voru kynntar í hverju landi fyrir sig. Lokun landamæra hefur haft áhrif á mörg okkar. Hverjar eru væntingar Norðurlandabúa til samstarfsins í framtíðinni? Og hverju svarar stjórnmálafólkið? Eru Norðurlöndin búin undir tímana sem koma í kjölfar covid-19? Er framtíð í norrænu samstarfi og í Norðurlöndum sem samþættu svæði?

6. júlí, kl. 14 - Aðlögun - jafnar aðstæður í kreppu?

Hver hafa áhrif kórónuveirufaraldursins verið á samþættingu á Norðurlöndum? Hvers vegna hefur heimsfaraldurinn bitnað svona illa á innflytjendum? Í fjölmiðlum og pólitískri umræðu er oft dregin upp sú mynd að málskilningur og ólík menning vegi þungt en rannsóknir benda til þess að aðrir þættir skipti þarna sköpum. Í nýrri rannsókn er bent á ýmsa undirliggjandi þætti sem hafa leitt til mikils smits og hærri dánartíðni á félagslega viðkvæmum svæðum. Kerfislægir þættir og ójöfnuður hafa þar komið við sögu fremur en tungumálaörðugleikar og menningarlegur bakgrunnur. Þessir þættir gera íbúunum erfitt fyrir og jafnvel ómögulegt að fylgja þeim reglum sem settar eru. Í þessum umræðum kynnir fræðifólkið niðurstöður rannsóknarinnar og í kjölfarið ræða fulltrúar svæða þar sem hlutfall innflytjenda er hátt um skýrsluna og miðla af reynslu sinni af faraldrinum. Við heyrum einnig í fulltrúum þeirra stjórnvalda norrænu landanna sem bera ábyrgð á því að draga úr aðgreiningu milli íbúasvæða. Hvaða lærdóma má draga varðandi næstu faraldra og til framtíðar?

6. júlí, kl. 15.00 - Frá stefnumótun til viðskipta

Hvernig stýrum við ferlinu frá hringrásarmarkmiðum og -stefnumótun til fyrirtækjanna? Hvernig verður endurnýting hagkvæm? Hvernig finna neytandinn og framleiðandinn hver annan til þess að forgangsraða hringrás sem styður græn umskipti og hagkvæma niðurstöðu? Hvað getum við lært hvert af öðru á Norðurlöndum? Á þessum viðburði munum við leggja áherslu á grænu umskiptin og hvernig við getum unnið með hringrásarlíkön í viðskiptum. Haghafar og fyrirtæki ræða í málstofunni um samfélagslegan og viðskiptalegan ávinning af hringrásarhagkerfi. Gegnum nýjar virðiskeðjur, hæfniþróun og samstarf milli norrænna fyrirtækja innan mismunandi vistkerfa eru grænu umskiptin þegar hafin. En spurningin er hvernig við getum orðið betri í hringrásarhugsuninni. Hvernig getum við aukið hagnaðinn samhliða grænum umskiptum? Vissulega má ögra hefðbundnum atvinnugreinum og stuðla að því að finna lausnir fyrir hringrásarframtíð. Og í norrænum fyrirtækjum má finna mörg góð dæmi sem sýna hvernig hægt er að vinna á sjálfbæran hátt með því að nota hringrásarlíkön í viðskiptum. Verið hjartanlega velkomin að taka þátt og hlýða á hver úrlausnarefnin eru og lausnirnar á þeim.