Staðreyndir um Álandseyjar

Åland
Photographer
Freyja Finnsdóttir
Álandseyjar eru 6.757 talsins og eru milli Svíþjóðar og Finnlands. Íbúar Álandseyja tala sænsku en Álandseyjar eru hluti af Finnlandi.

Stærst Álandseyja er Fasta Åland, fastaland Álandseyja, og þar er höfuðstaðurinn Mariehamn. Vestan Álandseyja er Álandshaf, opið haf milli Roslagen í Svíþjóð og Álandseyja. Í austri liggur skerjagarður Álandseyja að skerjagarðunum í Åboland í Finnlandi. 

Stjórnmál á Álandseyjum

Álandseyjar eru hluti af lýðveldinu Finnlandi en hafa eigið þing. Á þeim sviðum þar sem Álandseyjar hafa eigin löggjöf eru þær í raun eins og sjálfstæð þjóð.

Auk þess eru Álandseyjar herlaust og hlutlaust svæði. Þingið sem nefnist Lagtinget er æðsta stjórnvald Álandseyja.

Álandseyjar eiga að aðild að Evrópusambandinu og nota evru sem gjaldmiðil en eru með sérsamninga varðandi tiltekna málaflokka: Til þess að hægt sé að halda áfram tollfrjálsri sölu á skipum sem sigla milli Finnlands og Svíþjóðar standa Álandseyjar utan virðisaukaskattssamstarfs ESB.  

  • Þjóðhátíðardagur: 9. júní (sjálfstjórnardagurinn 9. júní 1922)
  • Stjórnarfar: Sjálfstjórn - innan lýðveldisins Finnlands
  • Þing: Lagtinget (30 fulltrúar)
  • Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1995 (ekki aðili að virðisaukaskattsamstarfi ESB)
  • Aðild að NATO: Nei
  • Þjóðhöfðingi (mars 2024): Alexander Stubb, forseti
  • Landstjóri: Katrin Sjögren

Íbúar á Álandseyjum

Íbúarnir eru um 30.000 og Álandseyjar eru minnstar af sjálfstjórnarsvæðunum þremur á Norðurlöndum. Þriðjungur íbúanna býr í höfuðstaðnum Mariehamn. Opinbert tungumál Álandseyja er sænska.

  • Íbúafjöldi 2022: 30.344
  • Íbúafjöldi í höfuðborginni árið 2022: 11.742 í Mariehamn (sveitarfélaginu)

Íbúaþróun á Álandseyjum

Efnahagsmál á Álandseyjum

Siglingar og ferjusiglingar, ferðamennska og ræktun landbúnaðar- og fiskafurða eru mikilvægar tekjulindir á Álandseyjum.

  • Þjóðarframleiðsla á íbúa: 36.200 evrur (2020).
  • Gjaldmiðill: Evra

Landafræði Álandseyja

Á eyjunum er gnótt kletta og heiðasvæða og miklir furuskógar. Tæplega 9% flatarmáls Álandseyja eru ræktanlegt land.

  • Heildarflatarmál: 1.581 km²
  • Stöðuvötn og fallvötn: 27 km²
  • Þurrlendi: 1.553 km²
  • Ræktanlegt land og garðar: 140 km²
  • Skógur: 937 km²
  • Stærsta stöðuvatn: Östra og Västra Kyrksundet 2,6 km²
  • Hæsti tindur: Orrdalsklint 129 m
  • Landamæri: 0,5 km (landamæri að Svíþjóð við Märket vitann)

Loftslag og umhverfi á Álandseyjum

Á Álandseyjum er temprað loftslag og talsverð úrkoma.

  • Úrkoma í Mariehamn (2006): 546 mm
  • Meðalhiti í Mariehamn (2018): 7,1 °C (hæsti hiti 31,2 °C, lægsti hiti −18,7 °C) 

 

Meðalhiti í Mariehamn

Tungumál á Álandseyjum

Á Álandseyjum er eitt opinbert tungumál, sænska, en ekki tvö eins og annars staðar í Finnlandi. Í raun kunna margir mismikla finnsku en alls ekki allir.

  • Opinbert tungumál: Sænska

Langar þig að flytja til Álandseyja?

Ef þig langar að flytja til Álandseyja má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.

Langar þig að vita meira um Álandseyjar og önnur norræn ríki?

Skýrslan State of the Nordic region  er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr nýjustu tölfræði um lýðfræðiþróun, vinnumarkaðsþróun, menntun og hagkerfi Norðurlanda.

Langar þig að sjá meiri tölfræði?

Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics database. Þar má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.