Fundur fólksins 2021

Publikum ved Folkemødet
Photographer
Joshua Tree Photography
Lýðræðishátíðin á Borgundarhólmi, Folkemødet, leggur línurnar í pólítískum umræðum á jafningjagrundvelli. Norrænt samstarf tekur þátt og stendur fyrir fjórum viðburðum um málefni sem eru í brennidepli og framúrskarandi þátttakendum í pallborði sem munu fara yfir áskoranir ársins 2021 og norrænar lausnir á því verkefninu að byggja upp sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Bertel Haarder forseti Norðurlandaráðs býður upp á umræður um Norðurskautið á Folkemødet 2021. Annette Lind varaformaður Norðurlandaráðs er frummælandi í umræðum um norrænan neyðarviðbúnað. Við munum einnig skoða sjálfbærar lausnir og verða nokkurs vísari um hvers hin nýja Playbook frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni er megnug í þeim efnum.

Margir framúrskarandi þátttakendur verða með okkur í pallborðsumræðum og þeir eru ekki sammála á öllum sviðum. Til dæmis er hvatning ungliðahreyfingar jafnaðarmanna í Danmörku og norrænna systursamtaka þeirra til þess að auka norrænt samstarf afdráttarlaus.

Það er erfitt hjá ungu fólki á farsóttartímum. Við ætlum að taka á þessu og þess vegna höfum við boðið UNICEF og ungmennahreyfingum til umræðna um ungt fólk og einmanaleika - og hvað við getum gert saman á Norðurlöndum til þess að hjálpa þeim.

 

Tveir af umræðufundum okkar á Folkemødet verða í beinu streymi á folkemoedet.dk og hægt verður að horfa á upptökur frá þeim hér á norden.org í framhaldinu.

Upptaka frá: Leiðin út úr kreppunni er græn og norræn

Upptaka frá: Ungt fólk í áhættuhópum og einmana ungt fólk á tímum kórónuveirunnar

Umræðufundir okkar á Folkemødet 2021.

17. júní kl. 9.15: Leiðin út úr kreppunni er græn og norræn (bein útsending)

Hvað þarf til þess að komast í gegnum kreppuna og áfram á grænan og norrænan máta? Við spyrjum stjórnmálafólk og atvinnulífið að þessu. Við ætlum að ræða hvað Danmörk getur gert í félagi við hin Norðurlöndin og hvort nóg sé gert. Auk þess verður okkur kynnt hagnýtt verkfæri, Nordic Circular Economy Playbook, sem hjálpar fyrirtækjum að fylgjast með því hvernig þeim gengur að gera framleiðslu sína algerlega sjálfbæra.

17. júní kl. 10.15: Ungt fólk í áhættuhópum og einmana ungt fólk á tímum kórónuveirunnar (bein útsending)

Hvernig líður börnum og ungmennum á tímum Covid19? Er einmanaleiki til dæmis algengari? Og hvernig líður börnum í áhættuhópum á þessum tímum? Um allan heim hefur Covid 19 leitt til umfangsmikilla aðgerða til þess að koma í veg fyrir smit. Við höfum líka þurft að breyta daglegu lífi okkar í Danmörku og á Norðurlöndum. Börn og ungt fólk hefur kannski fundið sérstaklega mikið fyrir þessum takmörkunum en hefur verið hlustað á þau? Við ætlum líka að tala um það. Kannski er þetta ekki í síðasta sinn sem stjórnvöld þurfa að taka afdrifaríkar ákvarðanir um takmarkanir. Og hvað ætlum við þá að gera? Við spyrjum pallborð og áheyrendur að þessu.

17. júní kl. 14.00: Norðurslóðir, hvað geta Danmörk og Norðurlöndin gert?

Bertel Haarder forseti Norðurlandaráðs býður upp á umræður um hvað Danmörk og Norðurlöndin geta gert í málefnum Norðurlslóða. Norðurslóðir sem nú fá aukna athygli frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Og ekki að ástæðulausu. Norðurslóðir eru svæði sem skipta miklu máli pólitískt. Nýjar flutningaleiðir, öryggissvæði sem hafa mikið vægi og gríðarleg náttúruleg friðlönd. Svo fáein augljós atriði séu nefnd. Norðurslóðir skipta einnig Danmörku og ríkjasambandið máli og fleiri norræn lönd sem eru landfræðilegur hluti af þessu gríðarlega landsvæði.

17. júní kl. 15.00: Sameiginlegur norrænn neyðarviðbúnaður

Danmörk þarf ásamt hinum norrænu löndunum að styrkja samstarf sitt um viðbúnað að mati Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs.

Danmörk, Norðurlönd og heimsbyggðin öll var ekki búin undir undir Covid19. Þetta er málefni sem víða hefur verið bent á. Mörg lönd víðsvegar um heiminn einangruðu sig og gleymdu að þau höfðu tækifæri til þess að vinna sig saman út úr kreppunni, segja gagnrýnisraddir. Þetta má ekki gerast á Norðurlöndum og þess vegna eigum við að vinna saman að viðbúnaði.

En hvað að felast í slíkum viðbúnaði? Er þetta hægt? Og eru Danmörk og hin Norðurlöndin tilbúin til þess að fylgja sameiginlegri stefnumótun næst þegar heimurinn verður fyrir heilsufarskreppu eða öðru viðlíka áfalli. Við spyrjum pallborð og áheyrendur að þessu.