Í beinni: Spjall við höfunda sem eru tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar ársins 2021 eru sterkar fagurbókmenntir sem fjalla um að skrifa á blautan pappír, fall kapítalismans og langanir sem fuðra upp á Scandinavian Star. Þar er félagslega raunsæjum tengslum lýst án málamiðlana á sterku máli og miklum hraða. Auk þess er má finna tillögur að leiðum til að lifa af, dal fullan af plastblómum og spádóm um framtíð jarðar í hinum tilnefndu verkum.
Níu skáldsögur, fjórar ljóðabækur og eitt smásagnasafn eru tilnefnd og hafa höfundarnir Niviaq Korneliussen, Ursula Andkjær Olsen, Andrzej Tichý, Inga Eira Ravna og Vigdis Hjorth verið tilnefnd tilverðlaunanna áður.
Rithöfundaspjallið er sent út beint á Facebook og YouTube í hverri viku og hefjast útsendingarnar 14. apríl.