Í beinni: Spjall við höfunda sem eru tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

De nominerede til Nordisk Råds litteraturpris 2021
Ljósmyndari
Mette Agger Tang/norden.org
Verið velkomin að horfa á nýja þáttaröð í beinni útsendingu með rithöfundaspjalli við höfunda sem tilnefndir eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Höfundarnir sem tilnefndir eru á þessu ári eru frá öllum Norðurlöndunum og verk þeirra frá öllum löndunum og öllum málsvæðunum. Í hverjum þætti hittum við tvo hinna tilnefndu rithöfunda sem segja frá verkum sínum og lesa valda kafla.

Tilnefningar ársins 2021 eru sterkar fagurbókmenntir sem fjalla um að skrifa á blautan pappír, fall kapítalismans og langanir sem fuðra upp á Scandinavian Star. Þar er félagslega raunsæjum tengslum lýst án málamiðlana á sterku máli og miklum hraða. Auk þess er má finna tillögur að leiðum til að lifa af, dal fullan af plastblómum og spádóm um framtíð jarðar í hinum tilnefndu verkum.

Níu skáldsögur, fjórar ljóðabækur og eitt smásagnasafn eru tilnefnd og hafa höfundarnir Niviaq Korneliussen, Ursula Andkjær Olsen, Andrzej Tichý, Inga Eira Ravna og Vigdis Hjorth verið tilnefnd tilverðlaunanna áður.

Rithöfundaspjallið er sent út beint á Facebook og YouTube í hverri viku og hefjast útsendingarnar 14. apríl.

Rithöfundaspjall í beinni: