Námsefni um norrænu tungumálin

Første skoledag
Ljósmyndari
Kitte Witting
Á netinu er að finna talsvert af efni sem fólk sem kennir norræn mál getur nýtt sér. Hér er krækjur í allt frá leiðbeiningum um hvernig best er að skilja hver annan á Norðurlöndum til spurningaleikja um norræn tungumál og kennslumyndbanda um uppbyggingu norrænna tungumála.

Hvað segir námskráin?

Hvað stendur um kennslu í norrænum tungumálum í námskránni? Á vefsíðunni Bruk skandinavisk! er yfirlit yfir efni námskráa í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Nordpiloterne

Norden online stendur að verkefninu Nordpiloterne (sem áður nefndist Sprogpiloterne). Vefsíðan er ætluð öllum sem vinna að því að gera kennsluna áhugaverða fyrir nemendur í grunnskólum á Norðurlöndum. Framleiðsla efnis er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Norðurlönd í skólanum

Norðurlönd í skólanum er ókeypis kennsluefnisgátt sem bætir til muna aðstöðu kennara og nemenda í öllum norrænu löndunum til að vinna með grannmálin dönsku, norsku og sænsku, bæði í grunnskóla og menntaskóla. Þar er að finna mikið og fjölbreytt efni. Efnið er auðvelt í notkun og tekur mið af því að kennsla í grannmálum er ekki bara venjuleg móðurmálskennsla.

Norræn tungumál með rótum og fótum

Norræn tungumál með rótum og fótum er fagleg og lifandi kynning á norrænum tungumálum í sögulegu samhengi. Efnið er gefið út á dönsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku. Í bókinni er sagt frá uppbyggingu tungumálanna, sögulegri þróun og innbyrðis tengslum. Í tengslum við bókina og vefsetrið er umfangsmikið námsefni, sem samanstendur af kortum, aðgengilegum textum um tungumálasögu og efni henni tengdri. Einnig er hægt að hlaða bókinni niður sem PDF eða panta hana á útgáfumiðstöðinni NordPub.

  Ókeypis gönguferðir í höfuðborgunum

  Hvað er betri æfing í dönsku og norsku en að fara í göngferð með leiðsögn um Ósló eða Kaupmannahöfn? Æfðu skilning á tungumálunum tveimur í ókeypis sýndargönguferðum með tilheyrandi verkefnum á netinu.

  Nordsnakk

  Nordsnakk er fyrir Norðurlandabúa sem vilja æfa sig í granntungumálunum. Verkefnið snýst um að áhugasamir hittast á Skype til að æfa sig í að hlusta á og tala annað norrænt tungumál.

  Ábendingar um norrænt námsefni

  [Við viljum gjarnan fá ábendingar um námsefni um Norðurlönd á webredaktionen@norden.org.]