Námsefni um norrænu tungumálin

Første skoledag
Ljósmyndari
Kitte Witting
Á netinu er að finna talsvert af efni sem fólk sem kennir norræn mál getur nýtt sér. Hér er krækjur í allt frá leiðbeiningum um hvernig best er að skilja hver annan á Norðurlöndum til spurningaleikja um norræn tungumál og kennslumyndbanda um uppbyggingu norrænna tungumála.

Hvað segir námskráin?

Hvað stendur um kennslu í norrænum tungumálum í námskránni? Á vefsíðunni Bruk skandinavisk! er yfirlit yfir efni námskráa í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Nordpiloterne

Norden online stendur að verkefninu Nordpiloterne (sem áður nefndist Sprogpiloterne). Vefsíðan er ætluð öllum sem vinna að því að gera kennsluna áhugaverða fyrir nemendur í grunnskólum á Norðurlöndum. Framleiðsla efnis er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Norðurlönd í skólanum

Norðurlönd í skólanum er ókeypis kennsluefnisgátt sem bætir til muna aðstöðu kennara og nemenda í öllum norrænu löndunum til að vinna með grannmálin dönsku, norsku og sænsku, bæði í grunnskóla og menntaskóla. Þar er að finna mikið og fjölbreytt efni. Efnið er auðvelt í notkun og tekur mið af því að kennsla í grannmálum er ekki bara venjuleg móðurmálskennsla.

Norræn tungumál með rótum og fótum

Norræn tungumál með rótum og fótum er fagleg og lifandi kynning á norrænum tungumálum í sögulegu samhengi. Efnið er gefið út á dönsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku. Í bókinni er sagt frá uppbyggingu tungumálanna, sögulegri þróun og innbyrðis tengslum. Í tengslum við bókina og vefsetrið er umfangsmikið námsefni, sem samanstendur af kortum, aðgengilegum textum um tungumálasögu og efni henni tengdri. Einnig er hægt að hlaða bókinni niður sem PDF eða panta hana á útgáfumiðstöðinni NordPub.

  Ókeypis gönguferðir í höfuðborgunum

  Hvað er betri æfing í dönsku og norsku en að fara í göngferð með leiðsögn um Ósló eða Kaupmannahöfn? Æfðu skilning á tungumálunum tveimur í ókeypis sýndargönguferðum með tilheyrandi verkefnum á netinu.

  Norræna tungumálasamstarfið

  Norræna tungumálasamstarfið var sett á stofn árið 2009 sem hluti af nýju átaki á sviði norræns tungumálasamstarfs. Á vefsíðunni er m.a. stórt safn krækja um Norðurlönd og norræn tungumál. Þar er einnig safn krækja á námsefni sem flokkað er eftir aldri nemenda. Veljið „Sprogressourcer“ í efstu valmyndinni.

  Leiðbeiningar í skandinavísku

  Í norsku herferðinni Bruk skandinavisk! hefur verið safnað saman kennsluleiðbeiningum og kennsluáætlunum sem hægt er að hlaða niður af netinu. Einnig er hægt að panta ýmis konar efni sem tengist Norðurlöndum og norrænum tungumálum, s.s. orðabækur og DVD diska. Efnið er ókeypis fyrir félaga í Norræna félaginu. Á vefsíðunni er einnig krækjusafn á fjölmargar greinar og vefsíður.

  „Tíu kennslustundir í dönsku“

  Bókin „Tio lektioner i danska“ (Tíu kennslustundir í dönsku) er ætluð sænskumælandi fólki sem vill læra að tjá sig við og skilja Dani. Á vefsíðu bókarinnarer heilmikið að ókeypis æfingum og hljóðskrám.

  Nordsnakk

  Nordsnakk er fyrir Norðurlandabúa sem vilja æfa sig í granntungumálunum. Verkefnið snýst um að áhugasamir hittast á Skype til að æfa sig í að hlusta á og tala annað norrænt tungumál.

  Falskir vinir

  Stundum gerir maður mistök þegar maður talar við skandinavíska vini sína. „Falskur vinur“ er orð sem hljómar eins en þýðir allt annað á öðru tungumáli. Á Wikipediu er listi yfir orð sem algengt er að misskiljist milli sænsku og hinna norrænu tungumálanna.

  Kynning á tungumálum heimsins

  Alexander Arguelles er málvísindamaður sem þekktur er fyrir að vera jafnvígur á mörg tungumál. Hann hefur framleitt kennslumyndbönd þar sem hann útskýrir uppbyggingu tungumáls og hvernig það aðskilur sig frá nærliggjandi tungumálum. Af norrænu tungumálunum hefur hann fjallað um íslensku, færeysku, dönsku, sænsku, bókmál og ný norsku.

  Nordspråk

  Nordspråk eru samtök norrænu móðurmálskennarafélaganna og félaga kennara sem kenna norrænu tungumálin sem erlent tungumál. Á vef þeirra er einnig krækjusafn tímarita fyrir kennara í ýmsum löndum.

  Ábendingar um norrænt námsefni

  [Við viljum gjarnan fá ábendingar um námsefni um Norðurlönd á webredaktionen@norden.org.]