Norræna ráðherranefndin um menningarmál (MR-K)

Menningarmálaráðherrar Norðurlanda, að Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi meðtöldum, bera meginábyrgð á menningarmálasamstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Tilgangurinn er að efla samkennd, þróun og samstarf innan menningargeirans á Norðurlöndum, varðveita menningararfleifð landanna og stuðla að nýsköpun og þátttöku allra í listum og menningu. Menningarsamstarfinu er einnig ætlað að eiga þátt í ímyndarsköpun Norðurlanda sem sjálfbært, samkeppnishæft og aðlaðandi menningarsvæði.

Menning og miðlar spila lykilhlutverk í norrænu samstarfi. Menningarsamstarf á Norðurlöndum var í raun grundvöllurinn fyrir stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar árið 1971. Tungumál og menning tengja Norðurlandabúa þvert á landamæri. Fyrstu kynni margra af nágrannalöndunum voru í gegnum bækur, sjónvarpsþætti og tónlist. Á Norðurlöndum er fjölbreytt menningarlíf sem rúmar fjölbreytileika, forvitni og þróun.

Menningin er afl sem skapar traust í samfélaginu, sérstaklega í viðleitni okkar til að skapa grænu samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlöndum. Við lærum einnig að skilja okkur sjálf og hvort annað í gegnum list og menningu.

Menningarpólitískt samstarf Norðurlandanna hefur þýðingu fyrir bæði umheiminn og íbúa á Norðurlöndum og endurspeglar því gildin sem Norðurlöndin byggja á. Bæði stór og smá verkefni styðja við lista- og menningarlífið á Norðurlöndum, og utan þeirra, og efla tungumálakunnáttu og áhuga á skapandi greinum og þróun og söfnun á tölfræði um listir og menningu. Menningarpólitíkin er ómissandi hluti af menningarsamstarfi Norðurlanda.

    Þrjú stefnumarkandi áherslusvið

    Norrænu menningarmálaráðherrarnir hafa með sameiginlegri samstarfsáætlun um menningarmál fyrir árin 2021-2024 fastsett þrjú forgangsatriði sem ramma utan um samstarfið á þessu tímabili:

    • Græn Norðurlönd: Grænt menningarlíf tryggir tækifæri fyrir kynslóðir nútíðar og framtíðar.
    • Samkeppnishæf Norðurlönd: Líflegt lista- og menningarlíf innan og utan Norðurlanda stuðlar að grænum vexti.
    • Félagslega sjálfbær Norðurlönd: Menningarlíf á Norðurlöndum sem er opið öllum stuðlar að lýðræði, fjölbreytni og lífsgæðum.

    Fimm norrænar menningarstofnanir

    Norræna ráðherranefndin heldur úti fimm menningarstofnunum sem allar gegna mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum menningarstefnu samstarfsáætlunarinnar.

      Stefnumarkandi samstarf

      Á sviði menningar og fjölmiðla á Norræna ráðherranefndin í góðu stefnumarkandi samstarfi við eftirfarandi þrjár stofnanir:

      Styrkjakerfi og annar menningarpólitískur stuðningur

      Auk fimm samnorrænna menningarstofnana og þriggja samstarfsaðila í stefnumálum fjármagnar Norræna ráðherranefndin um menningarmál fjölda styrkjaverkefna og stofnana og kemur einnig ýmsum tilfallandi menningarpólitískum verkefnum á fót.

      Styrktarverkefnin eru meðal annars menningar- og listaverkefni, norræn-baltnesk ferðastyrkjaáætlun á menningarsviði og Volt (menningar- og tungumálaáætlun fyrir börn og ungmenni) og umsjón með þeim öllum er í höndum Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki. Auk þess eru norrænir þýðingarstyrkir í boði sem bókmenntamiðstöðvar landanna hafa umsjón með. Stefnumarkandi samstarf við Norræna menningarsjóðinn og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn heldur að mestu úti styrkjum og Norræna stofnunin á Grænlandi hefur umsjón með sérstöku styrkjakerfi. Norræna ráðherranefndin um menningarmál fjármagnar einnig styrkjakerfi Samaráðsins.

      Norræna ráðherranefndin um menningarmál fjármagnar verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókmenntir, kvikmyndir, tónlist og barna- og unglingabókmenntir og styður samískt menningarsamstarf með árlegum styrk til Samaráðsins og Samíska listamannaráðsins.

      Heildarfjárveiting Norrænu ráðherranefndarinnar um menningarmál árið 2021 var 163 milljónir danskra króna.

      Samstarfsvettvangur

      Norræna ráðherranefndin um menningarmál fundar tvisvar á ári til að ræða og taka ákvarðanir um aðgerðir, sem styrkja samstarfið á sviðum þar sem sameiginlegar aðgerðir og stefnumótun hafa meiri áhrif en ef unnið væri í löndunum hverju fyrir sig.

      Norræna embættismannanefndin um menningarsamstarf tengist ráðherranefndinni. Nefndin er skipuð embættismönnum úr menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna, Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Nefndin kemur yfirleitt saman fjórum sinnum á ári og undirbýr fundi ráðherranna og leiðir vinnuna við að koma menningarmálastefnunni til framkvæmda.

      Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn ber ábyrgð á daglegum rekstri norræns samstarfs. Menningar- og auðlindasvið undirbýr mál til meðferðar í ráðherranefndinni embættismannanefndinni sem henni tengist. Skrifstofan sér til þess að öllum ákvörðunum sem teknar eru sé framfylgt.

      Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir framtíðarsýn okkar 2030

      Framkvæmdaáætlunin lýsir því hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að ná markmiðum framtíðsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast stefnumarkandi áherslum hennar: Græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Stefnumarkandi áherslurnar fela í sér 12 markmið. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin verða leiðbeinandi fyrir allt starf Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur ár. Framkvæmdaáætlunin skiptist í 12 hluta sem tengjast 12 markmiðum.