Norrænar lýðræðishátíðir 2021

Demokratifestivallerne sommer 2021
Ljósmyndari
Norden.org
Norrænt samstarf stendur að umræðufundum á fimm norrænum lýðræðishátíðum. Stjórnmálafólk, fulltrúar almennings, sérfræðingar, ungt fólk og atvinnulífið mun etja kappi og ræða stjórnmálin á skiljanlegan hátt.

Stemningin er alltaf frábær og rökum, þekkingu og skoðunum er þeytt í allar áttir. Við tökum þátt og leggjum áherslu á sameiginlegar áskoranir í okkar heimshorni og norrænar lausnir sem geta stuðlað að því að skapa sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Öllum býðst að taka þátt, annað hvort á staðnum eða stafrænt. Við hófum leikinn á Folkemødet á Borgundarhólmi og ljúkum ferðinni á Fundi fólksins í Reykjavík í september. Alls verða haldnir 25 viðburðir með meira en hundrað þátttakendum í pallborði.

Fimm norrænar lýðveldishátíðir

3. og 4. september 2021: Fundur fólksins á Íslandi

Dagana 3. og 4. september 2021 verður lýðræðishátíðin á Íslandi, Fundur fólksins, haldin í og við Norræna húsið í Reykjavík. Föstudaginn 3. september beinist dagskráin að börnum og ungmennum en laugardaginn 4. september að öllum sem áhuga hafa. Báða dagana verða umræður þar sem sérstök áhersla er lögð á norrænt samstarf. Þá verður greint frá útnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021 föstudaginn 3. september.

Fundur fólksins Island
Ljósmyndari
Fundur fólksins

16.-20. ágúst 2021: Arendalsvikan í Noregi

Lýðræðishátíðin í Arendal aftur verður í ár á hinn mikli samkomustaður áhugafólks um stjórnmál og samfélagsmál. Norræna ráðherranefndin verður á staðnum og ræðir um norrænar áskoranir og lausnir á því hvernig við eigum að skapa sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Velkomin í Norræna tjaldið á Langbrygga í Arendal! Eða fylgist með viðburðunum í beinni útsendingu hvar sem þið eruð stödd á Norðurlöndum.

Arendalsuka
Ljósmyndari
Norden.org

SuomiAreena í Finland (lokið)

Á lýðræðishátíðinni SuomiAreena safnaðist finnskur almenningur saman aftur í ár til að ræða um pólitík og þar er stærsti vettvangur ársins fyrir samfélagsumræðu. Norrænt samstarf tók þátt með umræðum um málefni sem ber hátt og nárrænum álitsgjöfum í Helsinki alla daga frá 12. til 16. júlí.

SuomiAreena
Ljósmyndari
MTV3

4.-7. juli 2021: Almedalsvikan í Svíþjóð (lokið)

Almedalsvikan var haldin dagana 4.-7. júlí. Almedalsvikan var öðruvísi en vanalega vegna þess að á þessu ári var aðallega um að ræða stafræna viðburði sem teygðu sig yfir í fjóra daga.

Norræna ráðherranefndin tók þátt í viðburði þriðjudaginn 6. júlí, kl. 13-16 með Norðurlandaráði og öðrum haghöfum. Allar pallborðsumræður voru sendar út frá Stokkhólmi.

Almedalsveckan
Ljósmyndari
Norden.org

17. -19. júní 2021: Folkemødet í Danmörku (lokið)

Lýðræðishátíðin á Borgundarhólmi, Folkemødet, leggur línurnar í pólítískum umræðum á jafningjagrundvelli. Norrænt samstarf tók þátt og stóð fyrir fjórum viðburðum um málefni sem eru efst á baugi og framúrskarandi þátttakendum í pallborði sem fóru yfir áskoranir ársins 2021 og norrænar lausnir á því verkefninu að byggja upp sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Tveir af umræðufundum okkar voru sendir út beint á folkemoedet,dk. Hægt er að horfa á þá með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Folkemøde på Bornholm
Ljósmyndari
Joshua Tree Photography
Tengiliður