Norræni vinnuhópurinn um hringrásarhagkerfi

Norræni vinnuhópurinn um hringrásarhagkerfi (NCE) var stofnaður árið 2019 við sameiningu tveggja vinnuhópa, annars vegar Norræna úrgangshópsins og hins vegar vinnuhópsins um sjálfbæra neyslu og framleiðslu (HKP).

Á tímabilinu 2019-2024 mun hópurinn beina sjónum að eftirfarandi:

  • eiturefnalaus og auðlindanýtin hringrás
  • að draga úr notkun auðlinda
  • að draga úr magni úrgangs og auka hagnýtingu úrgangs
  • samstarf um pólitískar aðgerðir sem stuðla að grænum umskiptum
  • stuðla að því að plast sé að sem mestu leyti innleitt í hringrásarhagkerfið í stað þess að safnast upp í umhverfinu  

Hópurinn mun leggja áherslu á að efla vöruhönnun og að miðla upplýsingum um umhverfiseiginleika vara. Til að ná fram þessum markmiðum viljum við meðal annars hafa áhrif á ferla innan ESB á þessu sviði. 

Úrgangur og endurvinnsla leika lykilhlutverk í hringrásarhagkerfinu og við viljum meðal annars styðja við samstarf Norðurlanda um sendingar milli landa. Byggingariðnaður á Norðurlöndum er í miklum vexti og við álítum því mikilvægt að horfa til byggingar- og niðurrifsúrgangs.  

Minnkuð matarsóun og aðferðir við að draga úr skaðlegum áhrifum plasts í umhverfinu eru svið sem breið pólitísk samstaða er um. NCE vill skoða nánar matarsóun, sem og tengslin milli örplasts og losunar frá hjólbörðum, með það að markmiði að geta gefið ráðleggingar um sérstakar aðgerðir á þeim sviðum. Hópnum hefur einnig verið falið að fylgja eftir sumum af tillögum Tine Sundtoft um græn umskipti á Norðurlöndum. Eftirspurn eftir umhverfisvænum vörum og þjónustu í opinberum innkaupum er eitt af því sem við ætlum að kanna nánar.

Starf NCE mun fyrst og fremst snúast um að safna nýrri þekkingu. Við teljum þó líka mikilvægt að bera saman niðurstöður og fá yfirsýn yfir starfið sem þegar hefur verið unnið á þeim sviðum sem við vinnum með og að byggja á þeirri vinnu svo að við getum gefið tilmæli og/eða komið af stað nýjum verkefnum. Einnig verður lögð áhersla á upplýsingaskipti milli norrænu landanna, svo að við getum lært hvert af öðru.  

NCE vill leggja sitt af mörkum til að uppfylla þau markmið um hringrásarhagkerfi á Norðurlöndum sem tilgreind eru í samstarfsáætlun Norðurlanda um umhverfis- og loftslagsmál: