Orðabækur á norrænum tungumálum

Margar orðabækur á listanum hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni og Norræna menningarsjóðnum. Ábendingar um fleiri norrænar netorðabækur eru vel þegnar.
Danska
- Den Danske Ordbog (DDO): Um 95.000 flettiorð. Einnig merkingarfræðilegar og málfræðilegar skýringar, tilvitnanir og orðatiltæki. Dönsk/dönsk
- Ordbog over det danske Sprog: Söguleg dönsk orðabók frá tímabilinu 1700–1950. Ókeypis.
- Sproget.dk: Vefsíða dönsku málnefndarinnar. Góð leitarvél. Dönsk/dönsk Ókeypis.
- Dansk retskrivningsordbog: Nýjasta útgáfa dönsku réttritunarorðabókarinnar. Ókeypis.
Danska/sænska
- Dansk-og-svensk.dk: Vefsíða með 40 ókeypis orðabókum milli dönsku og sænsku. Leitarvél með rúmlega 74.000 sænskum flettiorðum. Ókeypis aðstoð við þýðingu á strembnum orðum milli dönsku og sænsku.
Sænska
- Svenska Akademiens Ordlista (SAOL): Svipuð dönsku réttritunarorðabókinni nema að vefútgáfan er skönnuð. Er einnig til sem app í farsíma en leit gegn greiðslu.
- Svenska Akademiens Ordbok (SAOB): Sænsk orðabók frá fyrri tímum. Ókeypis.
- Projekt Runeberg Safn skannaðra orðabóka. Eingöngu ókeypis orðabækur. Meðal annars orðalistar Sænsku akademíunnar í átta útgáfum (frá tímabilinu 1874–1991), sænskur orðsifjalisti og sænsk-norsk orðabók.
- Rikstermbanken Opinber íðorðalisti Svíþjóðar. Rikstermbanken inniheldur íðorð og hugtök úr mörgum málaflokkum. Flest íðorðin eru á sænsku en önnur á tungumálum þjóðarbrota og erlendum málum, til dæmis ensku, frönsku, þýsku og rússnesku. Rikstermbanken er ókeypis og opin öllum; blaðafólki, þýðendum, embættisfólki og fróðleiksfúsum almenningi.
- Finlandssvensk ordbok: Vefútgáfa Finlandssvensk ordbok frá Institutet för de inhemska språken frá árinu 2008. Ókeypis.
Færeyska
- Sprotin.fo: Forlag veitir aðgang að sextán færeyskum orðabókum. Ókeypis.
Norska
- Ordbok.uib.no: Orðabók með leitarvél á nýnorsku og bókmáli. Í boði Norsku málnefndarinnar og Björgvinjarháskóla. Ókeypis.
- Norsk Ordbok: Orðabók á bókmáli og nýnorsku frá Óslóarháskóla. Ókeypis.
Íslenska
- Beygingarlýsing íslensks nútímamáls: Beygingarmyndir orða á íslensku. Ókeypis.
Íslenska og ýmis önnur tungumál, einnig Norðurlandamál
- ISLEX: Ókeypis íslensk/sænsk, íslensk/dönsk og íslensk/norsk orðabók.
- Íslensk orðabók: Íslensk/ensk og íslensk/dönsk orðabók. Áskrift.
- Orðabanki Orðabók milli íslensku og annarra norrænna mála. Ókeypis.
- Snara.is: Orðabók milli íslensku og annarra mála, þar á meðal dönsku, ensku, frönsku og spænsku. Áskrift.
- Frasar.net: Íslensk og dönsk orðasambönd. Hægt er að hlusta á orðasamböndin á dönsku. Ókeypis.
Finnska/sænska/enska
- Lexin Finnsk/sænsk orðabók. Ókeypis.
- Kielitoimiston sanakirja (Finska språkbyråns ordbok): Finnsk orðabók með útskýringum. Ókeypis.
- Termbanken TEPA: Íðorðalistar frá Terminologicentralen í Finnlandi. Ókeypis.
Grænlenska/danska
- Ordbog fra Grønlands Sprognævn: Grænlensk/dönsk orðabók. Ókeypis.
Samíska
- Dávvi Girji: Milli norsku og norðursamísku Ókeypis.
- Satni.org: Lúlesamíska, norðursamíska og suðursamíska. Ókeypis.
- Anders Kintel Julevsáme-dárro báhkogirjje: Lúlesamísk/norsk orðabók. Ókeypis.
- Ordbok.sametinget.se: Orðalistar á norðursamísku, lúlesamísku og suðursamísku af vefsíðu sænska Samaþingsins. Ókeypis.
- Divvun: Suðursamísk, norðursamísk og lúlesamísk leiðréttingaforrit. Ókeypis.
Fleiri Norðurlandamál
- Nordisk Miniordbok Veforðabók fyrir aldurshópinn 10–12 ára. Orðabókinni er ætlað að bæta norrænan málskilning barnanna og þjálfa lestur, hlustun og skilning á tungumálum grannþjóðanna. Ókeypis.
- Google Translate: Þýðingarvél í boði Google þar sem hægt er að þýða orð. Google þýðir stök orð, setningar og heilu vefsíðurnar eða skjölin. Eftirfarandi Norðurlandamál eru í boði: Danska, finnska, íslenska, norska og sænska. Ókeypis.
- Wikorðabókin Wikiorðabókin er fylginautur frjálsa alfræðiritsins Wikipediu. Notendur uppfæra og bæta við upplýsingum í safnið. Mörg Norðurlandamálanna eru í orðabókinni en í mismiklum mæli.
- Tvärslå: Safn veforðabóka á Norðurlandamálum. Ókeypis.
- Gratisordbok.se: Safn orðabóka á milli ýmissa tungumála, þar á meðal sumra Norðurlandamála. Ókeypis.
- The free dictionaries project: Ókeypis orðabók með mörgum tungumálum heimsins, þar á meðal dönsku, finnsku, færeysku, íslensku, norsku (bókmáli og nýnorsku) og sænsku.
- Freelang: Vefsíða með fjölda ókeypis orðabóka. Hægt er að slá upp orðum milli finnsku, færeysku, dönsku, norsku og sænsku annarsvegar og ensku hinsvegar. Einnig er hægt að hlaða niður ýmsum orðabókum í tölvuna.
- Tradusa: Ókeypis dönsk-norsk-sænsk alfræðiorðabók.
Orðalistar og efnistengd uppsláttarrit
- Lexins bildtema: Orðalistar þar sem merking norrænna orða er útskýrt í myndum og hljóði. Orðalistarnir eru á dönsku, finnsku, norsku (bókmáli/nýnorsku) og sænsku. Ókeypis.
- Nordiske mødeord: Gagnlegur norrænn íðorðalisti þegar fundað er með öðrum Norðurlandabúum.
- IATE: Íðorðalisti með orðum og orðasamböndum sem tengjast Evrópusambandinu. Fletta má upp orðum milli til dæmis dönsku, ensku, finnsku og sænsku.
- Nordisk arkivterminologi – NAT: Íðorðasafn. Leit milli ensku og Norðurlandamála. Ókeypis.
Tenglasöfn með orðabókum
- Sproget.dk: Danskur vefur með tenglum á orðabækur milli ýmissa tungumála.
- isof.se: Tenglasafn með sænskum, norrænum og enskum orðabókum. Að vefnum stendur Institutet för språk och folkminnen í Svíþjóð
- Lexilogos.com: Tenglasafn með orðabókum á ýmsum tungumálum. Þar er að finna tengla á danskar, finnskar, sænskar og norskar orðabækur.
- Finlands institut för de inhemska språken: Listi með ýmsum norrænum orðabókum og íðorðasöfnum.