Skólastarf Norrænu félaganna

Børn i skolegård
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Mikilvægur hluti af starfi Norrænu félaganna felst í því að veita upplýsingar og aðstoð til kennara sem kenna um Norðurlönd og norræn tungumál. Einnig býðst skólum að ganga í Norrænu félögin.

Félagsaðild skóla

Skólar geta skráð sig í Norræna félagið í sínu landi gegn vægu árgjaldi. Skólarnir fá meðal annars fréttabréf eða tímarit félagsins og aðgang að kennsluefni um Norðurlönd. Einnig geta þeir sótt um styrki, keypt vörur með afslætti og margt fleira. Hafið samband við starfsmann Norræna félagsins sem sér um skólamál í sínu landi og fáið nánari upplýsingar um hvað skólaaðild að félaginu felur í sér.

Norrænir vinabekkir

Norrænu félögin veita skólabekkjum kost á að eignast vinabekki í öðru norrænu landi. Norrænn vinabekkur veitir skólabörnum möguleika á að kynnast menningu annarra norrænna landa, öðlast skilning á tungumálinu og kynnast nýju fólki.

Bekkirnir ákveða sjálfir hvernig þeir viðhalda tengslunum. Þeir geta til að mynda skrifast á eða verið í tölvupóstsamskiptum, opnað sameiginlega fésbókarsíðu, unnið sem erlendir fréttaritarar fyrir skólablöð hver annars og heimsótt hver annan.

Það kostar ekkert að eignast norrænan vinabekk. Frekari upplýsingar veitir Norræna félagið í þínu landi.

Kennsluaðstoð

Norræna félagið aðstoðar kennara sem vilja sækja norræn endurmenntunarnámskeið eða heimsækja skóla í hinum norrænu löndunum. Hugmyndin er að fræða kennara um Norðurlönd og gefa þeim hugmyndir fyrir kennslu í norrænum tungumálum með vinabekkjum, kennsluefni og öðru sem löndin bjóða upp á.

Hafið samband

Svíþjóð

Finnland

Danmörk

Noregur

Ísland