Staðreyndir um Grænland

Oqaatsut
Ljósmyndari
Silje Bergum Kinsten/norden.org
Íbúar Grænlands síðustu 5000 ár koma meðal annars frá heimskautasvæðum og Evrópu. Grænland tilheyrir heimsálfunni Norður-Ameríku, en frá landfræðipólitískum sjónarhóli er eyjan hluti af Evrópu.

Grænland er hluti af konungsríkinu Danmörku en hefur víðtæka sjálfstjórn sem síðast var aukin árið 2009. Sjálfstjórnin nær þó ekki til ríkismála, svo sem utanríkis- og öryggismála og peningastefnu.

Stjórnmál á Grænlandi

Grænland á ekki aðild að ESB en hefur gert sérstakan fiskveiðisamning og hefur verið tekið í hóp svonefndra landa og yfirráðasvæða handan hafsins sem tengjast ESB með sérstökum hætti.

 • Þjóðhátíðardagur: 21. júní (lengsti dagur ársins)

 • Stjórnarfar: Sjálfstjórn – hluti af konungsríkinu Danmörku

 • Þing: Inatsisartut eða Landsþingið (31 fulltrúi)

 • Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1973 til 1. febrúar 1985

 • Aðild að NATO: Frá 1949 (vegna aðildar Danmerkur)

 • Þjóðhöfðingi: Margrét Þórhildur II Danadrottning

 • Forsætisráðherra (október 2014): Kim Kielsen (Siumut)

Íbúar Grænlands

Á Grænlandi búa tæplega 56 þúsund manns og um 18 þúsund þeirra búa í höfuðstaðnum Nuuk.

 • Íbúafjöldi 2020: 56.081 íbúar
 • Íbúafjöldi í höfuðborginni árið 2017: Nuuk 18,000 íbúar (1)

Íbúaþróun á Grænlandi

Efnahagsmál á Grænlandi

Sel- og hvalveiðar, fiskveiðar og skotveiðar eru megintekjulindir Grænlendinga. Tekjur af ferðamennsku fara einnig vaxandi og jafnframt er stunduð námuvinnsla.

Þjóðarframleiðsla nemur 25 þúsund evrum á hvern íbúa (2006).

 • Gjaldmiðill: Dönsk króna (DKK)

Landafræði Grænlands

Grænland er sjálfstjórnarsvæði og stærsta eyja heims. Næstum 80% af flatarmálinu eru þakin íshettu og fjölda jökla. Engu að síðu er íslausa landsvæðið næstum jafnstórt og öll Svíþjóð, en aðeins mjög lítill hluti þess er ræktanlegt land.

 • Heildarflatarmál: 2.166.086 km2
 • Íshetta og jöklar: 1.755.637 km2
 • Íslaus svæði 410.449 km2
 • Hæsti tindur: Gunnbjörnsfjall 3.693 m
 • Strandlengja: 44.087 km
 • Landamæri 0 km
 • Skóglendi; 1 km2

Loftslag og umhverfi á Grænlandi

Grænland er á heimskautasvæðinu þar sem hiti getur farið allt niður í -50 °C og sumarhitin verður sjaldnast hærri en 10-15 °C. Vegna stærðar Grænlands getur hitinn þó verið afar breytilegur milli svæða.

 • Meðalhiti í Nuuk (1990-2018): 10,4° (hæsti hiti 19,3 °C, lægsti hiti -20,7 °C)
 • Meðalúrkoma (2006): Aasiaat 352 mm, Tasiilaq 742 mm

Meðalhiti í Nuuk

Gráður á Selsíus

 

Grænlenska

Grænlenska er opinbert tungumál Grænlands og er töluð af meirihluta íbúa. Lítill hluti íbúanna lítur þó á sig sem tvítyngdan þar sem danska er hitt tungumálið.

Langar þig að flytja til Grænlands?

Ef þig langar að flytja til Grænlands má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.

Langar þig að vita meira um Grænland og önnur Norðurlönd?

Skýrslan State of the Nordic Region er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr tölfræði um lýðfræði, vinnumarkað, menntun og hagkerfi Norðurlanda.

Langar þig að sjá meiri tölfræði?

Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics . Þar má má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.

__________________________________________________________________________________________

1) Sveitarfélagið Sermersooq