SuomiAreena 2021

SuomiAreena
Ljósmyndari
MTV3
Á lýðræðishátíðinni SuomiAreena safnast finnskur almenningur saman aftur í ár til að ræða um pólitík og þar er stærsti vettvangur ársins fyrir samfélagsumræðu. Norrænt samstarf tekur þátt og stendur fyrir nokkrum umræðufundum um málefni sem eru ofarlega á baugi og þar sem norrænt sjónarhorn er á sínum stað, alla dagana 12.-16. júlí.

Norræni samstarfsráðherrann Thomas Blomqvist býður upp á umræður á SuomiAreena 2021 um hvernig Norðurlöndin geti orðið samþættasta, sjálfbærasta og samkeppknishæfasta svæði heims eftir heimsfaraldurinn. Við tökum stöðuna á norrænu samstarfi og ræðum við Helenu Sarén, framkvæmdastjóra Sustainability vid Business Finland og Peter Fellman aðalritstjóra Dagens Industri um hvernig Norðurlöndin geta hraðað jákvæðri þróun með hjálp grænna nýskapandi lausna.

Alla morgna kl. 8.30-10 safnast norrænir álitsgjafar og þekktir pallborðsþátttakendur saman á norrænu pop-up kaffihúsi í miðborg Helsinki til þess að ræða meðal annars stjórnsýsluhindranir, sjálfbærni og nýsköpun í iðnaði og landbúnaði, jafnrétti og þátttöku ungs fólks í norrænu samstarfi. 

Á norræna kaffihúsinu verður bæði hægt að hitta Norðurlandaráðsfulltrúa og fulltrúa frá norrænum stofnunum svo sem Norræna fjárfestingabankanum, Norrænni nýsköpun, Norðurlandaráði æskunnar, græna norræna bankanum NEFCO, Norræna þróunarsjóðnum, Norrænu menningargáttinni og Norræna félaginu.

Einn umræðufundur okkar á SuomiAreena 2021 verður í beinni útsendingu á mtv3.fi og hægt verður að horfa á upptökuna síðar á norden.org.

Beinar útsendingar

Coronapandemin stängde gränserna – hur gör vi nu för att bli den mest integrerade regionen i världen?

12 juli kl. 8.45:

De ungas roll i det nordiska samarbetet – nordiskt

13 juli kl. 8.45

Kan vi rädda Östersjön med regenerativt jordbruk?, 14 juli

14 juli kl. 8.45:

Vägen ut ur krisen är grön och nordisk

15 juli kl. 8.45:

Hur peppa pappor till jämställd föräldraledighet?

16 juli kl. 8.45:

Umræðufundir okkar á SuomiAreena 2021

12. júlí kl. 8.45 (EET - austur-evrópskur tími) - Kórónuveirufaraldurinn lokaði landamærunum - hvað gerum við nú til þess að verða samþættasta svæði heims?

Frjáls og óhindruð för íbúa og atvinnulífs innan Norðurlanda er meginverkefni norræns samstarfs en kórónuveirufaraldurinn varð til þess að landamærum var lokað. Hvað höfum við lært og hver geta orðið næstu skref til þess að ná framtíðarsýninni um að vera samþættasta svæði heims 2030.

Verið velkomin á norræna kaffihúsið þar sem boðið verður upp á morgunverð og umræður um stjórnsýsluhindranir og vinnu að öruggum rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota þvert á norræn landamæri. Hvert er næsta skref til þess að bæta samþættinguna?

13 júli kl. 8.45 (EET) - Hlutverk ungs fólks í norrænu ungmennasamstarfi í 50 ár

Í Norðurlandaráði æskunnar getur unga fólkið haft bein áhrif á norrænt samstarf en það gerir ráðið að einstökum samstarfsvettvangi, meira að segja í alþjóðlegu samhengi. Hvernig fáum við fleira ungt fólk til þess að fá áhuga á að tala þátt í stefnumótuninni og í Norðurlandaráði æskunnar.

Verið velkomin á norræna kaffihúsið þar sem boðið verður upp á morgunverð og umræður um hlutverk unga fólksins í norrænu samstarfi. Þátttakendur í pallborði segja frá reynslu sinni af því að vera virk í Norðurlandaráði æskunnar á mismunandi tímum og ræða um tækifærin sem norrænt samstarf býður upp á til þess að virkja ungt fólk í stefnumótandi ákvarðanatökum.

14 júli kl. 08.45 (EET) - Eystrasalt og sjálfbær landbúnaður

Verið velkomin á norræna kaffihúsið þar sem við bjóðum upp á morgunmat og umræður um hvernig norrænn landbúnaður verður umhverfisvænni.

Við ræðum um sjálfbæran landbúnað og aðferðir sem bæta heilsu jarðar án þess að íþyngja umhverfinu og Eystrasalti. Góð uppskera krefst nefnilega ekki aukaefna heldur heilbrigðs jafnvægis og skilnings á því sem býr í jarðveginum. Það gerir landbúnaðinn sjálfbæran og ábatasaman.

14 júli kl. 15.00 (EET) - Hver er staða norræns samstarfs eftir kórónuveirufaraldurinn? (BEIN ÚTSENDING)

Veiran lokaði landamærum og setti framtíðarsýn norrænu forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á ís. Hvað kom fyrir norrænt samstarf?

Heimsfaraldurinn sýndi að meira að segja frjáls för getur brugðist sem þó hefur verið svo sjálfsögð á Norðurlöndum. Hver er staða norræns samstarfs nú? Hvað höfum við lært í heimsfaraldrinum? Hvernig eiga Norðurlöndin að stíga skrefin áfram, saman, í átt að grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum. Hvað þarf til þess að Norðurlönd geti haft forystu í grænum umskiptum.

15 júli kl. 08.45 (EET) - Leiðin út úr kreppunni er græn og norræn

Hvað þarf til að komast út úr kreppunni og halda áfram á grænni norrænni leið? Hvað getur Finnland í samstarfi við önnur Norðurlönd gert til þess að svæðið verði það samkeppnishæfasta í heimi?

Verið velkomin á norræna kaffihúsið þar sem boðið verður upp á morgunverð og umræður um nýsköpun og hvernig norræn fyrirtæki geta lyft svæðinu upp úr kreppunni sem varð af völdum heimsfaraldursins. Auk þess verða kynnt hagnýt verkfæri sem hafa verið unnin af 100 norrænum fyrirtækjum. Nordic Circular Economy Playbook, verkfæri sem hjálpar fyrirtækjum að prófa hæfni sína til þess að verða algerlega sjálfbær í framleiðslu sinni.

16 júli kl. 08.45 (EET) - Hvernig hvetja pabbar til jafnréttis í töku foreldraorlofs?

Haustið 2021 taka gildi í Finnlandi ný lög um foreldraorlof sem fela í sér að feður geta nú verið lengur heima með börnum sínum. Hvernig er hægt að breyta viðhorfum foreldra, atvinnurekenda og samfélagsins til feðra í foreldraorlofi? Norrænir feður nýta aðeins 10-30 prósent foreldraorlofs en standa sig samt best í heimi í því að taka foreldraorlof með börnum sínum.

Verið velkomin á norræna kaffihúsið þar sem boðið verður upp á morgunverð og umræður um þær áskoranir sem mæta feðrum þegar þeir vilja taka foreldraorlof til jafns á við maka sinn. Hvernig geta pabbar hvatt aðra pabba til þess að vera lengur heima með börnum sínum?