Um norræna vinnuhópinn um hafið og strandsvæði

Norræni starfshópurinn um hafið og strandsvæði (NHK) vinnur að því að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði. Starf hópsins beinist að nýtingu sjávarauðlinda sem miðar að sjálfbærni vistkerfanna. Verndun hafsvæða, áhrif loftlagsbreytinga á hafið og strandsvæði og aðlögun að loftlagsbreytingum eru aðrir þættir sem hópurinn leggur einnig áherslu á.

Starf norræna vinnuhópsins um hafið og strandsvæði tengist samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfis- og loftlagsmál, sérstaklega kafla 6 um hafið og strandsvæði.

Norræni vinnuhópurinn um hafið og strandsvæði vinnur að því að auka sjálfbæra nýtingu hafsins með því að styðja verkefni sem stuðla að langtímasjálfbærni náttúruauðlinda, líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfaþjónustu. Þar má nefna verkefni sem skoða áhrif manna á fisk og sjávargróður og takmörkun á dreifingu framandi tegunda. Vinnuhópurinn styður einnig rannsóknir sem skoða áhrif olíuleka á sjávarlíf í loftslagi Norðurlanda og hvernig best er að meðhöndla olíuleka. Hann hefur einnig fjármagnað ýmsar rannsóknir um losun plasts í hafið þar sem slík losun hefur áhrif á fjölda lífvera og fleiri en 100 tegundir sjófugla. Þar sem mengun hafssvæða er vandamál sem ekki er bundið við landamæri einblína verkefnin á fiski- og fuglastofna á Norðurlöndum sem og staðlaðar aðferðir við sýnatöku.

 

Verkefni sem eru fjármögnuð af vinnuhópnum skulu stuðla að sjálfbæru bláu hagkerfi með skipulagi hafsins, nýtingu sjávarauðlinda og þverfaglegu samstarfi. Norræna samstarfið mun að vinna að því að koma á bindandi samningi í tengslum við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd líffræðilegrar fjölbreytni utan lögsögu landa (BBNJ-ferlið) og einnig byggja upp og skiptast á þekkingu um vistkerfi norrænna hafsvæða. Sambandið milli hafs og loftslags hefur fengið auka athygli í tengslum við loftslagsbreytingar í hafinu. Norræni vinnuhópurinn um hafið og strandsvæði vill stuðla að samvinnu og miðlun þekkingar um súrnun sjávar við nýtingu sjávarauðlinda og þróun aðgerða til loftlagsaðlögunar. Vinnuhópurinn skal styðja norrænnar og alþjóðlegar umhverfisstofnanir með þekkingu sinni.

 

Meðlimir vinnuhópsins eru norrænir sérfræðingar í nýtingu sjávarauðlinda, sjávarlíffræði og visteiturefnafræði. Á hverju ári fjármagnar vinnuhópurinn ýmis verkefni innan einstakra sviða sem falla undir verkefni hópsins. Að meðaltali úthlutar vinnuhópurinn um þremur milljónum danskra króna til fimm til átta verkefna á ári. Ef viðfangsefni verkefnis fellur undir fleiri en einn af vinnuhópum Norrænu ráðherranefndarinnar er getur það fengið fjármögnun frá fleiri en einum vinnuhópi. Nánari upplýsingar um starfsemi og áherslur norræna vinnuhópsins um hafið og strandsvæði er að finna í árlegri starfsáætlun. Vinnuhópurinn gefur skýrslu um starfsemi sína beint til Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfis- og loftlagsmál svo og Norrænu embættismannanefndarinnar um umhverfis- og loftlagsmál. Þegar vinnuhópurinn hefur ákveðið viðfangsefni ársins auglýsir hann eftir umsóknum um fjármögnun fyrir verkefni á því sviði.