Eyðublað vegna tilnefninga til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Á þessu ári veitir Norðurlandaráð umhverfisverðlaunin í 26. sinn. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur og allir geta tilnefnt til verðlaunanna. Þema verðlaunanna í ár er líffræðileg fjölbreytni.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2020 skulu renna til norræns frumkvæðis sem tryggir auðugri náttúru fyrir sameiginlega framtíð okkar. Þema umhverfisverðlaunanna í ár endurspeglar og styður við 14. og 15. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um líf á landi og í sjó.

Frestur til að skila tilnefningum er til 13. maí.

Tilnefndur af (sá sem tilnefnir)

Fyrirtæki, samtök eða einstaklingur sem skal tilnefna (tilnefndir):

Hvernig uppfyllir verkefnið skilyrði verðlaunanna með tilliti til: Áhrifa, nýsköpunar, yfirfærslugildis og mikilvægis.

Taka skal mið af skilyrðunum hér að neðan í röksemdafærslu fyrir tilnefningunni en hún má að hámarki vera ein blaðsíða í A4-stærð. 

  1. Áhrif: Hvernig stuðlar verkefnið að því að tryggja líffræðilega fjölbreytni?
  2. Nýsköpun: Að hvaða leyti er verkefnið ólíkt öðrum verkefnum á þessu sviði?
  3. Yfirfærslugildi og tækifæri: Hverjir eru möguleikar verkefnisins til þess að yfirfærast til annarra landa eða annarra starfssviða?
  4. Mikilvægi: Hvert er verðmæti verkefnisins á sviði vinnu við umhverfismál á Norðurlöndum?
Rökstuðningur skal fylgja með á því formi að hægt sé að fjölfalda hann.
One file only.
45 MB limit.
Allowed types: txt rtf pdf doc docx odt ppt pptx odp xls xlsx ods.

Samþykki