67. Guðlaugur Þór Þórðarson (Presentation)

Informasjon

Type
Presentation
Tale nummer
67
Dato

Forseti. Ég þakka þér, Antti, fyrir framúrskarandi formennsku í norræna varnarsamstarfinu í ár og óska þér til hamingju með hana. Samstarfið hefur reynst framúrskarandi vettvangur til að ræða stöðu mála og næstu skref í norræna varnarsamstarfinu og öryggismálin út frá nærumhverfinu sem og öryggis- og varnarpólitík. Ég fagna því að hafa hér vettvang fyrir skoðanaskipti norrænna ríkja um þær áskoranir í varnarmálum sem við okkur blasa. Við norrænu ríkin stöndum öll frammi fyrir sömu ógnum við öryggi okkar og deilum strategískum hagsmunum þótt birtingarmyndin sé ekki ávallt hin sama. Samstarf okkar til að mæta þessum áskorunum þarf áfram að byggja á styrkleikum hvers og eins. Ég vil gjarnan tiltaka þrjár strategískar áskoranir í þessu sambandi sem kalla á athygli okkar um þessar mundir.

Í fyrsta lagi truflandi hegðun Rússlands, brot gegn alþjóðalögum og fjölþáttaaðgerðir sem áfram grafa undan alþjóðakerfinu sem byggist á alþjóðalögum. Atlantshafsbandalagið er staðfast í tvíþættri nálgun sinni gagnvart Rússlandi en það er augljóst að Rússland hefur ekki áhuga á að eiga samtalið. Það er því raunveruleg áskorun að koma á samtali. Við verðum samt sem áður áfram að leggja okkar lóð á vogarskálina til að af því geti orðið og erum á sama tíma staðföst í okkar meginreglum. Stuðningur Rússlands við stjórn Lúkasjenkós ýtir undir óstöðugleika í austurhluta Atlantshafsbandalagsins. Við stöndum með bandalagsríkjum okkar, Póllandi, Litháen og Lettlandi, sem standa frammi fyrir því að Belarús beiti mannfólki í fjölþáttaaðgerðum sínum gegn nágrönnum sínum.

Í öðru lagi er það Kínaríki sem ekki deilir lýðræðislegum gildum okkar, sem leitast við að laga alþjóðakerfið að eigin hagsmunum og er vaxandi öryggisáskorun fyrir Evrópu og í víðara samhengi eins og fulltrúi unga fólksins hér á þinginu fór ágætlega yfir. Við eigum að leitast við að efla samstarf, við eigum að efla  og kynna gildin okkar, styrkja viðnámsþol, vernda stoðinnviði og halda tæknilegu forskoti okkar.

Í þriðja og síðasta lagi hafa loftslagsbreytingar djúpstæðar afleiðingar fyrir frið og öryggi á alþjóðavísu. Norðurlöndin geta gegnt mikilvægu hlutverki við að efla skilning og takast á við loftslagsbreytingar sem skýra og afgerandi öryggisógn.

 

Skandinavisk översättning

Præsident. Jeg vil takke dig, Antti, for dit fremragende formandskab i det nordiske forsvarssamarbejde i år, og jeg ønsker dig til lykke med det.  Samarbejdet har været et glimrende diskussionsforum om den aktuelle situation, og de næste skridt i det nordiske forsvars- og sikkerhedssamarbejde, med udgangspunkt i nærområderne såvel som sikkerheds- og forsvarspolitik.  Jeg er glad for at have et forum, hvor de nordiske lande kan udveksle synspunkter om de forsvarspolitiske udfordringer, vi står over for. Alle nordiske lande står for tilsvarende sikkerhedstrusler, og vi har fælles strategiske interesser, selvom de ikke altid antager de samme former. Vort samarbejde om at reagere på disse udfordringer må fortsat bygge på landenes egne styrkepositioner.  Jeg har lyst til at nævne tre strategiske udfordringer i denne forbindelse, som kræver vores opmærksomhed for tiden.

Den første er Ruslands disruptive adfærd, brud på international lov samt hybride aktiviteter, der fortsat undergraver den internationale orden, baseret på folkeretten.  NATO viser standhaftighed i alliancens tostrengede tilgang til Rusland, men Rusland er tydeligvis ikke interesseret i at indgå en dialog.  Derfor er det en reel udfordring at få en dialog i stand. Vi må dog fortsat lægge vores lod på vægtskålen for at dette kan blive en realitet, samtidigt med at vi står fast på vores principper. Ruslands støtte til Lukasjenkos styre har bidraget til øget ustabilitet i NATOs østlige regioner. Vi står sammen med vores allierede, Polen, Litauen og Letland, som står over for, at Belarus anvender mennesker i landets hybride aktioner mod deres naboer.

Den anden udfordring er Kina, der ikke deler vores demokratiske værdier, der søger at tilpasse den internationale orden til sine egne interesser, er en voksende sikkerhedspolitisk udfordring for Europa og i en bredere sammenhæng, hvilket ungdommens repræsentant gennemgik på en forbilledlig vis her i plenum. Vi må stræbe os på at styrke samarbejdet, vi må styrke og profilere vores værdier, styrke vores resiliens, stå vagt om den bærende infrastruktur og bevare vores teknologiske forspring.

Den tredje udfordring er klimaændringernes dybtgående konsekvenser for fred og sikkerhed i hele verden. Norden kan spille en vigtig rolle med henblik på at skabe øget forståelse og håndtere klimaændringerne som en tydelig og udslagsgivende sikkerhedstrussel.