Álfheiður Ingadóttir (VG) (Indlæg)

Information

Typ
Inlägg
Tal nummer
50
Speaker role
Den Venstresocialistiske Grønne Gruppes talsperson
Datum

Ærede præsident, kære venner!

Jeg vil gerne tale på islandsk så man kan tage sine høretelefoner på.

Ég hef ekki haft langan tíma til að kynna mér formennskuáætlun Svíþjóðar en ég fagna henni og ég vil gjarnan gera tvö áhersluatriði Svíanna að umræðuefni hér. Þetta eru mikilvæg mál sem eiga brýnt erindi við okkur og eru þegar á dagskrá Norðurlandaráðs.

Í fyrsta lagi átak gegn atvinnuleysi ungs fólks. Tuttugu prósent af ungmennum 16-24 ára á Norðurlöndum hafa hvorki atvinnu né menntun. Og því miður er útlitið ekki gott hjá þessu unga fólki þegar spurt er hvort og hvenær það muni fá vinnu. Og í samfélögum okkar er að myndast félagslegur arfur þar sem fleiri kynslóðir sömu fjölskyldu hafa verið án atvinnu. Þetta samrýmist ekki norræna velferðarkerfinu og við verðum að breyta því.

Ég verð hins vegar að segja að ástandið á Íslandi fer batnandi. Nýjar tölur einmitt frá því í dag sýna að atvinnuleysi hefur lækkað úr níu prósentum í hruninu niður í fimm prósent á síðustu þremur mánuðum og að aldrei hafa fleiri verið í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi heldur en einmitt nú. En fimm prósent atvinnuleysi er hins vegar alltof hátt á íslenskan mælikvarða og markmiðið er að minnka það enn frekar.

Markmið okkar hér í norrænu velferðarsamfélagi hlýtur að vera að útrýma atvinnuleysi og gefa öllu ungu fólki tækifæri til þess að fá vinnu í samræmi við menntun sína og langanir. Þess vegna munum við fylgjast mjög vel með sænsku áætluninni um átak í þessum efnum og styðja við framkvæmd hennar. Í þessu samhengi vil ég líka minna á tillögu menningarmálanefndar um neyðaráætlun gegn atvinnuleysi ungs fólks sem við ræðum á fimmtudag hér í ráðinu.

Við í Vinstri græna flokkahópnum fögnum líka áherslu Svía á námuvinnslu og námugröft. Í umhverfis- og auðlindanefndinni höfum við einmitt sett námugröft á dagskrá 2013 og fulltrúar í nefndinni munu taka þátt í ráðstefnu sem verður haldin hér í Finnlandi í nóvember um námur og námugröft.

En margir í umhverfis- og auðlindanefnd hafa áhyggjur af eignarhaldi á námunum og nýtingu þeirra þegar stórfyrirtæki fá einkarétt og jafnvel eignarhald á námunum sjálfum. Alþjóðleg stórfyrirtæki deila ekki endilega hugsjónum okkar um grænan hagvöxt og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Það höfum við og þekkjum við mörg og döpur dæmi um.

Hinn 21. október síðast liðinn gengu Íslendingar til kosninga um grundvöll fyrir nýja stjórnarskrá eins og hér hefur áður komið fram. Spurt var: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign verði sameign þjóðarinnar? Áttatíu og tvö prósent sögðu já. Og ég hef þá trú að svarið yrði það sama ef aðrar þjóðir á Norðurlöndum yrðu spurðar sömu spurningar. Og ég hlýt í þessu samhengi að rifja upp tillögu Vinstri græna flokkahópsins um að Norðurlandaráð hvetji til þess að slíkt ákvæði verði sett í stjórnarskrá allra Norðurlandanna. Því við teljum í reynd að það sé forsenda fyrir sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda á Norðurlöndum að þær verði ekki einkavæddar heldur að arðurinn af auðlindunum nýtist samfélaginu í heild en ekki bara einkaaðilum. Við teljum sem sagt mikilvægt að styrkja undirstöður norræna velferðarkerfisins með sjálfbærri nýtingu auðlinda í samfélagslegri eigu og ég vona að við getum öll verið sammála um að vinna að því markmiði á árinu 2013. Takk.

Skandinavisk oversettelse:

Ærede præsident, kære venner!

Jeg vil gerne tale på islandsk, så man kan tage høretelefoner på.

Jeg har ikke haft lang tid til at sætte mig ind i Sveriges formandskabsprogram, men jeg hilser det velkomment, og jeg vil gerne omtale to af svenskernes fokuspunkter. Der er tale om vigtige spørgsmål for os, og de er allerede på Nordisk Råds dagsorden.

For det første indsatsen mod ungdomsarbejdsløsheden. 20 procent af unge i alderen 16–24 år i Norden har hverken job eller uddannelse. Og udsigten for disse unge mennesker er desværre dyster, når de bliver spurgt, om de regner med at få et arbejde, og i så fald hvornår. Og i vores samfund er der ved at danne sig en social arv, hvor flere generationer inden for samme familie har stået uden arbejde. Dette harmoniserer dårligt med vores velfærdssystem, og vi må gøre noget ved sagen.

Samtidigt må jeg konstatere at situationen i Island er på rette vej. Dagens nye tal viser et fald i arbejdsløsheden fra ni procent under det økonomiske sammenbrud til fem procent inden for de seneste tre måneder, og aldrig har der været så mange studerende på ungdomsuddannelserne og universiteterne i Island som nu. En arbejdsløshed på fem procent er dog stadigvæk alt for høj i islandsk kontekst, og målet er at reducere den yderligere.

Vores mål i et nordisk velfærdssamfund bør være at udrydde arbejdsløsheden, og give alle unge mennesker muligheden for at få et passende arbejde i forhold til deres uddannelse og ønsker. Derfor vil vi holde et godt øje med det svenske formandskabs initiativ på dette område, og støtte op om gennemførelsen. I den sammenhæng ønsker jeg at minde om Kultur- og Uddannelsesudvalgets forslag om en krisepakke mod ungdomsarbejdsløshed der bliver diskuteret på torsdag her i rådet.

Vi i den Venstresocialistiske Grønne Gruppes bifalder også at Sverige sætter fokus på minedrift og minebrydning. Vi i Miljø- og Naturresurseudvalget har netop sat minedrift på dagsordenen for 2013, og nogle af udvalgets medlemmer deltager i en konference om miner og minebrydning der finder sted her i Finland i november.

Men mange i Miljø- og Naturresurseudvalgett er bekymrede over ejerskabet og udnyttelsen af minerne, når store virksomheder får eneret og endda ejendomsretten til selve minerne. Internationale koncerner deler ikke nødvendigvis vores idealer om grøn vækst og bæredygtig udnyttelse af naturressourcerne. Det har vi og kender vi alt for mange og sørgelige eksempler på.

Den 21. oktober i år gik islændingene til valg om grundlaget for en ny grundlov som allerede nævnt. Følgende spørgsmål blev stillet: Ønsker du, at der i den nye grundlov bliver en bestemmelse om, at naturressourcer, der ikke er i privateje bliver befolkningens fælleseje? 82 procent svarede ja. Og jeg tror på, at svaret ville lyde ens, hvis andre befolkninger i Norden blev stillet det samme spørgsmål. Og i den forbindelse må jeg minde om den Venstresocialistiske Grønne Gruppes forslag om, at Nordisk Råd opfordrer til, at en sådan bestemmelse indføjes i samtlige nordiske landes grundlove. For vi tror faktisk, at en bæredygtig udnyttelse af naturressourcerne i Norden forudsætter, at de ikke bliver privatiseret, men at overskuddet fra ressourcerne kommer hele samfundet, og ikke blot private til gode. Derfor finder vi det vigtigt at styrke det nordiske velfærdssystems fundament med en bæredygtig udnyttelse af ressourcer, der er samfundets fælleseje, og jeg håber at vi alle sammen kan blive enige om at tilstræbe dette mål i 2013. Tak.