105. Steinunn Þóra Árnadóttir (Presentation)
Information
Forseti. Kæru norrænu félagar. Þetta hefur verið svolítið erfið fæðing að komast að samkomulagi um hvernig fjárhagsáætlun næsta árs eigi að líta út. En við í flokkahópi Vinstri grænna styðjum þá tillögu sem hér liggur fyrir og við viljum þakka þeim sem hafa verið í formennsku í Norðurlandaráði fyrir að hafa staðið fast með þeim umræðum sem farið hafa fram í forsætisnefnd. Ég tel að samtalið sem við áttum í morgun við samráðsráðherrana hafi verið gott og uppbyggilegt og ég vona að það gefi tóninn fyrir það hvernig vinnan verður næsta ár. Við í norrænum Vinstri grænum teljum framtíðarsýnina um sjálfbærni og loftslagsmál afar mikilvæga og við viljum að Norðurlöndin séu samþættasta svæði heimsins. Ég vil hins vegar taka undir með þeim sem hafa talað hér í dag, sem hafa lagt áherslu á það að það er menningin sem er svo mikið lím í samstarfi okkar og þess vegna verða þessir hlutir að fara saman. Og þeir geta gert það því að það hefur margoft verið bent á það hvernig til að mynda framlög til Nordisk Journalistcenter, framlög sem eru tiltölulega lág, aukast margfalt vegna þess að aðrir koma síðan með framlög á móti. Þetta er ein af þeim stofnunum sem er svo mikilvæg vegna þess að við viljum auðvitað hafa góða blaðamenn sem fjalla á krítískan hátt um það hvernig okkur gengur að ná tökum á loftslagsmálunum sem við ætlum að verða svo góð í. Þetta hangir allt saman og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á það að samtalið verði betra og við þurfum ekki að endurtaka leikinn frá þessu ári fyrir næstu fjárhagsáætlun.
Skandinavisk översättning
Præsident. Kære nordiske kammerater. Det har været en lidt svær fødsel at opnå et kompromis om, hvordan næste års budget skal se ud. Vi i Nordisk grønt venstre støtter det forslag, der foreligger, og vi vil gerne takke præsidentskabet i Nordisk Råd for at stå fast i forhold til de drøftelser, der har været i Præsidiet. Jeg synes, at den samtale, vi havde i morges med samarbejdsministrene, var god og konstruktiv, og jeg håber, at den bliver toneangivende for arbejdet i det kommende år. Vi i Nordisk grønt venstre anser visionen om bæredygtighed og klimaområdet for at være meget vigtig, og vi ønsker, at Norden bliver verdens mest integrerede region. Derimod vil jeg tilslutte mig dem, der har talt her i dag, som har lagt vægt på, at det er kulturen, der er den vigtige sammenhængskraft i vores samarbejde, og derfor må disse ting hænge sammen. Og det kan de, fordi det er blevet påpeget mange gange, at bevillinger til f.eks. Nordisk Journalistcenter, der er relativt lave, mangedobles, fordi de også udløser bidrag fra andre instanser. Der er tale om en af de institutioner, der er virkelig vigtige, fordi vi selvfølgelig gerne vil have gode journalister, der skriver kritisk om, hvordan det lykkes os at håndtere de klimaspørgsmål, som vi så gerne vil excellere i. Alt hænger sammen, og jeg vil tillade mig at være optimistisk i forhold til at dialogen bliver bedre, og at vi ikke skal begynde forfra når vi skal i gang med næste budget.