Heimsmarkmið SÞ, aðlögun og öryggismál á þingi Norðurlandaráðs

20.10.16 | Fréttir
Henrik Dam Kristensen
Photographer
Morten Brakestad/Norden.org
Norðurlönd og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, áskoranir á vinnumarkaði, aðlögunarmál og varnar- og öryggismál. Þetta eru nokkur þeirra málefna sem verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs í nóvember. Þá munu fjölmargir ráðherrar sitja þingið, meðal annarra norrænu forsætis- og utanríkisráðherrarnir.

Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt 17 heimsmarkmið fyrir sjálfbæra þróun fram til 2030. Á 68. þingi Norðurlandaráðs, sem fram fer 1.–3. nóvember í húsakynnum danska þingsins í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn, verða heimsmarkmiðin ofarlega á blaði. Daginn fyrir setningu þingsins efnir Norðurlandaráð til viðburðar í FN Byen (bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn), og á leiðtogafundi Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna þann 1. nóvember verða heimsmarkmið SÞ einnig á meðal meginviðfangsefna.

Spurningin sem fyrir liggur er: Hvernig geta Norðurlöndin stuðlað að því að heimsmarkmiðum SÞ verði náð?

„Við munum ræða heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar sem vettvang, og velta því fyrir okkur hvað þar megi bæta. Norðurlöndin eru í fremstu röð og geta haft áhrif á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í heiminum. Ef við vinnum saman veitist okkur auðveldara að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda,“ segir Henrik Dam Kristensen, forseti Norðurlandaráðs.

Það hefur sýnt sig að norræna líkanið er sterkt og traust, og Norðurlöndin hafa bjargað sér gegnum öll erfiðleikatímabil undanfarinna áratuga. Nú ræðum hvort líkanið haldi gildi sínu og styrk.

Dam Kristensen nefnir einnig annað meginviðfangsefni þingsins, norræna vinnumarkaðinn. Útgangspunktur umræðna verður skýrsla Pouls Nielsons, fyrrum ráðherra í Danmörku, um áskoranir á norrænum vinnumarkaði. Umræðurnar fara fram í fyrirspurnatíma þann 2. nóvember.

„Mun hið einstaka vinnumarkaðslíkan Norðurlanda halda velli? Það er eitt af brýnustu málum framtíðarinnar og eitt það allra mikilvægasta sem við getum rætt sem norrænt stjórnmálafólk. Það hefur sýnt sig að norræna líkanið er sterkt og traust, og Norðurlöndin hafa bjargað sér gegnum öll erfiðleikatímabil undanfarinna áratuga. Nú ræðum hvort líkanið haldi gildi sínu og styrk,“ segir Henrik Dam Kristensen.

Aðlögunarmál og varnarmálasamstarf

Aðlögunarmálin verða einnig á dagskrá. Á öðrum degi þingsins munu þingmenn Norðurlandaráðs fá samstarfsáætlun um aðlögun flóttafólks til umræðu. Auk þess verður á dagskránni fjöldi þingmannatillaga um aðlögunarmál frá flokkahópunum.

Umræðan um alþjóðastjórnmál og öryggismál heldur áfram þennan sama dag þegar utanríkisráðherrarnir og varnarmálaráðherrarnir leggja fram skýrslur sínar. Auk þess munu norrænu forsætisráðherrarnir funda með kollegum sínum frá Eystrasaltsríkjunum.

Varnarmálin hafa verið ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðs í ár, þar sem formennskulandið Danmörk hefur lagt áherslu á varnarmálasamstarf sem sérstakt forgangssvið. Spennuþrungið ástand á Eystrasaltssvæðinu hefur einnig stuðlað að því að koma varnarmálum á dagskrána.

„Á formennskuári okkar höfum við lagt áherslu á sameiginlegar áskoranir á Eystrasaltssvæðinu og velt fyrir okkur leiðum til betra samstarfs á sviði varnarmála. Einnig höfum við vakið athygli á þeirri ógn sem stafar af Rússlandi og Pútín,“ segir Henrik Dam Kristensen.

Rússnesk gasleiðsla í athugun

Öryggismál á Eystrasaltssvæðinu eru einnig í forgrunni í þingmannatillögu sem flokkahópur hægrimanna leggur fram á þinginu. Þar vekur flokkahópurinn máls á gasleiðslunni Nord Stream 2, og hefur lagt fram þingmannatillögu þar sem ríkisstjórnir Norðurlandanna eru hvattar til að rýna í verkefnið með umhverfis-, öryggis- og utanríkismál til hliðsjónar.

Annað málefni sem verður til umræðu er hvaða tungumál eigi að vera opinber vinnutungumál Norðurlandaráðs. Landsdeildir Íslands og Finnlands hafa lagt fram tillögu þess efnis að íslenska og finnska verði einnig viðurkennd sem vinnutungumál, auk skandinavísku málanna þriggja. Hinar nýju þingmannatillögur verða til umfjöllunar á þingfundi á opnunardegi þingsins.

Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs

Verðlaunaafhendingin fer fram í tónleikahúsi danska ríkisútvarpsins í DR Byen í Kaupmannahöfn. Strax að athöfninni lokinni (um kl. 21:15) safnast verðlaunahafarnir saman á sérstöku VIP-svæði nálægt tónleikasalnum til að hitta fjölmiðla. Sýnt verður beint frá athöfninni á DR TV.

Skráningu blaðamanna lýkur 28. október

Blaðamenn sem vilja taka þátt í Norðurlandaráðsþinginu og verðlaunaafhendingunni verða að skrá sig í í síðasta lagi 28. október.

Norðurlandaráð er opinber samstarfsvettvangur norrænna þingmanna. Á árlegu haustþingi fer fram pólitísk umræða milli Norðurlandaráðs og fulltrúa ríkisstjórnanna í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með þinginu á Twitter undir myllumerkjunum #nrsession og #nrpol Myllumerki verðlaunanna er #nrpriser